Stórleikur Haraldar dugði skammt

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

ÍG tapaði fyrir Þór 81-89 í 1. deild karla í körfubolta um helgina í uppgjöri botnliðanna. Haraldur Jón Jóhannesson fór á kostum hjá ÍG og skoraði 24 stig en sú frammistaða dugði skammt. Þá skoraði Óskar Pétursson, markvörður knattspyrnuliðs Grindavíkur, 6 stig. Karfan.is ræddi við Davíð Arthur Friðriksson eftir leikinn: ,,Það góða sem ÍG menn taka úr þessum leik er …

Kræktu í brons á Reykjavík International Games um helgina

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Þeir Guðjón Sveinsson og Sigurpáll Albertsson kepptu fyrir hönd Grindavíkur á Reykjavík International Games um helgina. Þar var aðeins keppt í fullorðinsflokki (15+) og Guðjón og Sigurpáll báðir á pall en þeir unnu brons í sínum þyngdarflokkum. Guðjón Sveinsson fékk brons í -66 kg flokki þar sem voru 5 keppendur. Hann vann tvær glímur, aðra á fastataki en hina á …

Stelpurnar úr leik í bikarnum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík er úr leik í bikarkeppni kvenna eftir að hafa tapað fyrir Stjörnunni í 8 liða úrslitum um helgina með 13 stiga mun, 66-53. Bæði lið leika í B-deildinni og því voru nokkur vonbrigði hjá stelpunum að tapa þessum leik. Leikurinn var í járnum framan af. Stjarnan hafði 3ja stiga forskot eftir 1. leikhluta og 5 stiga forskot í háfleik. …

Lokaskýrsla vinnuhóps vegna framtíðar uppbyggingu íþróttamannvirkja

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Á síðasta fundi bæjarráðs var lögð fram lokaskýrsla vinnuhóps vegna framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja í Grindavík. Bæjarráð vísaði tillögunum til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn. Fram kemur að í allri vinnu var horft til þeirra krafna sem bæjarstjórn setti vinnuhópnum í upphafi. Forsendur Á fundi bæjarstjórnar 28. sept. sl. voru eftirfarandi forsendur settar nefndinni:Að sameina inngang og afgreiðslu íþróttahúss og sundlaugar með það …

Sunneva stóðsig vel á Reykjavík International Games

Ungmennafélag GrindavíkurSund

Sunneva var nálægt úrslitum. Sunddeild UMFG átti einn fulltrúa á Reykjavík International Games um helgina þar keppti Sunneva Jóhannsdóttir fyrir UMFG. Sunneva var að standa sig vel og bætti sína tíma í 50  metra laug og var nálægt því að komast í úrslit. Sunneva synti 50m og 100m flugsund.  

Reykjavíkurleikarnir 2012

Ungmennafélag GrindavíkurJudó

2 keppendur frá Grindavík á RIG 2012 í júdó. Þeir Guðjón Sveinsson og Sigurpáll Albertsson kepptu fyrir hönd Grindavíkur á Reykjavík International Games. Þar var aðeins keppt í fullorðinsflokki (15+)   Guðjón Sveinsson fékk brons í -66kg flokki Sigurpáll Albertsson fékk brons í -90kg flokki   Guðjón var í -66kg flokknum þar sem voru 5 keppendur. Hann vann tvær glímur, …

Björn Steinar hetja Grindavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Björn Steinar Brynjólfsson var hetja Grindvíkinga þegar okkar menn lögðu Keflavíkinga að velli með eins stigs mun, 86-85, í æsispennandi leik í úrvalsdeild karla í körfubolta í sláturhúsi Keflavíkinga. Björn Steinar setti niður þriggja stiga körfu sex sekúndum fyrir leiksleik og tryggði Grindavík sigurinn. Grindavík tefldi fram Ryan Pettinella á ný en hann á greinilega nokkuð í land með að …

Öflugur framherji á leið til Grindavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Enski sóknarmaðurinn Tomi Ameobi mun að öllum líkindum semja við Grindvíkinga um að leika með þeim í úrvalsdeildinni í knattspyrnu í sumar, en umboðsmaður hans sagði á Twitter í gærkvöld að væntanlega yrði gengið frá því í dag. Ameobi lék með BÍ/Bolungarvík í 1. deildinni síðasta sumar, undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar, núverandi þjálfara Grindvíkinga. Hann var markahæsti leikmaður liðsins og …

Nágrannaslagur í körfuboltanum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Það verður nágrannaslagur af bestu gerð þegar Grindavík sækir Keflavík heim í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld kl. 19:15. Þetta verður jafnframt fyrsti leikur Ryans Pettinella með Grindavíkurliðnu. Fulltrúi körfuboltans vísar því á bug að faðir Pettinella, sem er bandarískur viðskiptajöfur, hafi greitt götu hans til Íslands. „Fyrst skal það tekið fram að sögusagnir þess efnis að pabbi Ryans …

Jí ha!!!!!!!!!!!

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Björn Steinar tryggði okkur glæsilegan sigur með 3. stiga skoti þegar skammt lifði leiks á móti Keflavík á útivelli í kvöld og þar með höfum við 3. leikja forystu í deildinni, þökk sé flottum sigri Bárðar Eyþórssonar og lærisveina hans í Tindastóli á móti Stjörnunni á útivelli! Af live stat-inu að dæma var þessi leikur hnífjafn allan tímann fyrir utan …