Björn Steinar hetja Grindavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Björn Steinar Brynjólfsson var hetja Grindvíkinga þegar okkar menn lögðu Keflavíkinga að velli með eins stigs mun, 86-85, í æsispennandi leik í úrvalsdeild karla í körfubolta í sláturhúsi Keflavíkinga. Björn Steinar setti niður þriggja stiga körfu sex sekúndum fyrir leiksleik og tryggði Grindavík sigurinn.

Grindavík tefldi fram Ryan Pettinella á ný en hann á greinilega nokkuð í land með að komast í leikform. J´Nathan Bullock fór hamförum hjá Grindavík og skoraði 33 stig og hirti 19 fráköst, Giordon Watson skoraði 15 stig líkt og Jóhann Árni Ólafsson. Björn Steinar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson og Þorleifur Ólafsson skoruðu 6 stig hver, Ólafur Ólafsson 3 og Pettinella 2.

Ljóst er að lykilmenn í Grindavíkurliðinu, sem dregið hafa vagninn undanfarin ár, eiga mikið inni og vonandi að þeir fari að láta ljós sitt skína. Það eru aðallega heimamennirnir og bræðurnir Ólafur og Þorleifur. Þá er Páll Axel Vilbergsson enn meiddur.

Með sigrinum náði Grindavík 6 stiga forskoti í deildinni. Staðan er þessi:

1. Grindavík 12 11 1 1039:902 22
2. Stjarnan 12 8 3 1062:1002 16
3. KR 12 8 4 1041:1008 16
4. Keflavík 12 8 4 1102:1029 16
5. Þór Þ. 12 7 5 1019:981 14
6. ÍR 12 6 6 1055:1092 12
7. Snæfell 12 6 6 1151:1083 12
8. Tindastóll 12 5 6 1007:1040 11
9. Fjölnir 12 5 7 1036:1081 10
10. Njarðvík 12 5 7 1018:1027 10
11. Haukar 12 2 10 928:1026 4
12. Valur 12 0 12 913:1100 0

Mynd: Björn Steinar, hetja Grindavíkur, eftir leikinn í gær. – Víkurfréttamynd.