Nágrannaslagur í körfuboltanum

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Það verður nágrannaslagur af bestu gerð þegar Grindavík sækir Keflavík heim í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld kl. 19:15. Þetta verður jafnframt fyrsti leikur Ryans Pettinella með Grindavíkurliðnu. Fulltrúi körfuboltans vísar því á bug að faðir Pettinella, sem er bandarískur viðskiptajöfur, hafi greitt götu hans til Íslands.

„Fyrst skal það tekið fram að sögusagnir þess efnis að pabbi Ryans komi að þessu eru algerlega úr lausu lofti gripnar. Hvernig dettur fólki slík vitleysa í hug?? Þessi aðili er fyrirtæki en eins og svo mörg fyrirtæki þá vill forsvarsmaður þess ekki láta nafn síns getið og verður það að sjálfsögðu virt,” skrifar Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sem á sæti í stjórn körfuknattleiksdeildarinnar inn á www.umfg.is. Greinina má lesa í heild sinni hér.