Tekst Grindavík að klára Stjörnuna í kvöld?

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík og Stjarnan mættast í þriðju undanúrslitarimmu sinni í kvöld í Röstinni kl. 19:15. Grindavík leiðir einvígið 2-0 og getur því tryggt sér sæti í úrslit með sigri í kvöld. Leikirnir hafa verið jafnir og spennandi fram að þessu og verður rimman í kvöld engin undantekning þar á. Grindavík vann nauman sigur í Garðabæ í síðasta leik þar sem tvö …

Grillað fyrir leikinn í kvöld á Salthúsinu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Stuðningsmenn Grindavíkur eru hvattir til þess að hita upp fyrir stórleikinn gegn Stjörnunni í kvöld með því að mæta í Salthúsið fyrir leik en húsið opnar kl. 17:30. Þar mun stuðningsmannahópur körfuboltans í samstarfi við Láka í Salthúsinu grilla hamborgara sem seldir verða á 700 kr. Einar Hannes og Jón Gauti verða grillmeistarar og byrja þeir að grilla kl. 17:30 …

Grindavík tekið í kennslustund

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík tókst ekki að klára undanúrslitaeinvígið við Stjörnuna í kvöld. Stjarnan skein skært og segja má að Grindavík hafi verið niðurlægt á heimavelli því Stjarnan vann með 17 stiga mun, 82-65. Liðin mætast því að nýju í Garðabæ. Í kvöld fór fram þriðji leikur í undanúrslitarimmu Grindavíkur og Stjörnunar í Iceland Express-deild karla. Leikið var í Röstinni, heimavelli Grindvíkinga og …

Frábær þátttaka í Skálamóti 3

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Það var frábær mæting í þriðja Skálamót GG í dag. 119 kylfingar voru skráðir til leiks. Í upphafi var rigninga og fremur kalt í veðri en þegar leið á daginn léti til og hlýnaði. Völlurinn var í einu orði sagt frábær, flatir eins og þær gerast bestar, hvað þá á þessum árstíma og kylfingar kunnu svo sannarlega að meta aðstæðurnar, …

3. leikurinn á morgun í Röstinni

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Sökum lélegs internetssambands og svo vinnu, gat ég ekki skrifað pistil eftir sigurinn í Garðabænum á föstudagskvöldið en svei mér þá ef það er ekki bara meira taugatrekkjandi að fylgjast svona með úr fjarlægð í gegnum internetið…..   En gleðin var mikil hér um borð og svo til að smella rjóma ofan á kökuna komu Agnar, Daníel og Margrét okkur í …

?Með höfuðið rétt skrúfað á eru okkur allir vegir færir?

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík mætir Stjörnunni öðru sinni í undanúrslitum úrvalsdeildar karla í körfubolta í Ásgarði í Garðabæ í kvöld kl. 19:15. Grindavík leiðir einvígið 1-0 en þrjá sigurleiki þarf til þess að komast í úrslitaleikina. Sigurbjörn Dagbjartsson stjórnarmaður í körfuknattleiksdeildinni, skrifar pistil um leikinn á heimasíðu UMFG og segir m.a. „Enn og aftur snýst þetta um hvernig við Grindvíkingar mætum til leiks. Með …

Grindavík í kjörstöðu eftir sigur í öðrum leik

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík lagði Stjörnuna að velli með 3ja stiga mun, 71 stigi gegn 68, í æsispennandi leik í kvöld í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfubolta karla. Þar með leiðir Grindavík einvígið 2-0 og getur klárað Stjörnuna með því að vinna þriðja leikinn á mánudaginn. Það var hart barist strax í fyrsta leikhluta í viðureign Stjörnunar og Grindavíkur sem fram fór í Ásgarði …

Fannar Helgason í 2. leikja bann!

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

KKÍ hefur dæmt í kæru Keflvíkinga á hendur Fannari Helgasyni, leikmanni Stjörnunnar og er niðurstaðan 2. leikja bann.  Hann leikur því ekki næstu 2 leiki sem gætu orðið síðustu leikir Stjörnunnar á þessu tímabili þar sem Grindavík leiðir 1-0 og þarf 2 sigra í viðbót.  En sem fyrr segi ég og skrifa að þátttaka Fannars eða fjarvera, ríður ekki baggamuninn …

Áfram heldur fjörið

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík og Stjarnan mætast öðru sinni í rimmu sinni í undanúrslitum Iceland Express deildar karla annað kvöld, föstudag og fer leikurinn fram í Ásgarði þeirra Stjörnumanna í Garðabænum. Mikið fjör er í úrslitakeppninni og í þessum skrifuðu orðum er Þórsarar úr Þorlákshöfn að rúlla KR-ingum upp og jafna þar með rimmu sína við Vesturbæjarstórveldið.  Skyldu Stjörnumenn gera slíkt hið sama …

Skráning á bikarmót 3.

Ungmennafélag GrindavíkurTaekwondo

Þriðja TKÍ Bikarmótið fyrir veturinn 2011/2012 Bikarmótið verður haldið í Íþróttamiðstöð Áramanns í Laugardal, Engjavegi 7, dagana 21. og 22. apríl næstkomandi. Mótið hefst kl 9.00. Yngsti hópurinn (börn yngri en 12 ára) keppir á laugardeginum á þrem gólfum, einu poomsae og tveimur sparring. Á sunnudeginum keppa allir sem eru 12 ára og eldri (cadet, junior, senior og superior) á …