Fannar Helgason í 2. leikja bann!

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

KKÍ hefur dæmt í kæru Keflvíkinga á hendur Fannari Helgasyni, leikmanni Stjörnunnar og er niðurstaðan 2. leikja bann.  Hann leikur því ekki næstu 2 leiki sem gætu orðið síðustu leikir Stjörnunnar á þessu tímabili þar sem Grindavík leiðir 1-0 og þarf 2 sigra í viðbót.  En sem fyrr segi ég og skrifa að þátttaka Fannars eða fjarvera, ríður ekki baggamuninn heldur hvernig við komum stemmdir til leiks.

Hef þetta mín síðustu orð um þennan farsa, justice has been done….