Grindvíkingar tóku stóran séns fyrir jól þegar ákveðið var að óska ekki eftir því að Rachel Tecca kæmi aftur til Íslands eftir jólafrí. Tecca hafði verið einn af betri erlendu leikmönnum deildarinnar í ár og oftar en ekki borið Grindavíkurliðið á herðum sínum sóknarlega. En þegar menn leggja mikið undir geta þeir líka unnið mikið og miðað við frammistöðu hins …
Skriðsundnámskeið fyrir fullorðna
Sunddeild UMFG heldur sundnámskeið fyrir fullorðna í janúar og febrúar. Námskeiðin verða tvö og standa yfir í þrjár vikur í senn, mánudag til föstudags og hefjast klukkan 18:30. Verð: 15.000 krónur á hvort námskeið. Skráning á fyrra námskeiðið er hérna. Skráning á seinna námskeiðið er hérna. Fyrra námskeiðið fer fram frá 19. janúar – 6. febrúar. Seinna námskeiðið fer fram …
Knattspyrnunámskeið UMFG og Lýsi helgina 30. janúar – 1. febrúar
Knattspyrnudeild UMFG og Lýsi heldur knattspyrnunámskeið fyrir stráka og stelpur helgina 30. janúar – 1. febrúar. Með stolti kynnum við til sögunnar knattspyrnuskóla knattspyrnudeildar UMFG og Lýsis 2015 fyrir 3. – 5. flokk stráka og stelpna. Mikil áhersla er lögð á að einstaklingurinn fái að njóta sín í knattspyrnuskólanum. Unnið er í litlum hópum og er markmiðið að hver og …
4.flokkur vann B deildina
Grindavík, Stjarnan Untied og Reynir/Víðir voru sigurvegar á Njarðvíkurmótinu í 4. flokki sem fór fram á laugardag og sunnudag í Reykjaneshöll. Leikið var í þremur deildum og það var Stjarnan United sigurvegari í A deild en þetta var eitt af fimm liðum frá þeim. Grindavík sigraði B deildina og Reynir/Víðir C deildina á laugardag. Mótið gekk í alla staði vel …
Haukar lagðir í fyrsta leik ársins
Eftir brösulegt gengi framan af tímabili girtu strákarnir okkar í brók í gær og unnu sannfærandi sigur á Haukum hér á heimavelli, 94-80. Öfugt við það sem hefur oft gerst í vetur þá hrundi leikur okkar manna ekki í 3. leikluta, heldur mættu þeir eins og grenjandi ljón úr búningsklefanum og rúlluðu yfir Haukana, 34-17. Eins og fram hefur komið …
Grindavík tekur þátt í fótbolta.net mótinu
Fimmta árið í röð stendur Fótbolti.net fyrir æfingamóti í janúar þar sem mörg af sterkustu liðum landsins taka þátt. Grindavík er eitt af aðeins tveimur liðum úr 1. deild sem eru í A-deild mótsins. Fyrsti leikur Grindavíkur er laugardaginn 10. janúar í Reykjaneshöll gegn Keflavík kl. 10:30. Grindavík leikur í B-riðli ásamt ÍBV, Keflavík og Stjörnunni. Leikir Grindavíkur eru eftirfarandi: …
Viðurkenning til júdódeildar UMFG – Myndband
Á kjöri íþróttamanns og íþróttakonu ársins í Grindavík 2014 (sjá nánar hér) var júdódeild UMFG verðlaunuð fyrir framúrskarandi starf undanfarin misseri. Af því tilefni var sýnt skemmtilegt myndband frá starfi deildarinnar á síðasta ári sem sjá má hér að neðan. Júdódeild Grindavíkur var stofnuð 1971 af Jóhannesi Haraldssyni þegar hann flutti hingað suður með sjó. Fjölmargir Íslandsmeistaratitlar hafa komið í …
Dósasöfnun kvennaliðs körfunnar stendur yfir NÚNA
Í þessum töluðu orðum, sunnudagseftirmiðdaginn 4. janúar, eru liðsmenn meistaraflokks kvenna ásamt kvennaráði að ganga í hús og safna tómum dósum og flöskum. Dósasöfnunin er ein af mikilvægari fjáröflunum ársins og því vonum við að sem flestir taki vel á móti okkur. Þeir sem eru á leið að heiman geta annað hvort skilið pokana eftir fyrir utan hús sín og …
Breytingar á leikmannamálum hjá báðum meistaraflokkum Grindavíkur í körfunni
Grindvíkingar byrja árið á stórtíðindum í leikmannamálum þetta árið. Rachel Tecca kemur ekki til baka úr jólafríinu í Bandaríkjunum, en hún var þegar búin að kveðja á instagram svo að þessar fréttir ættu ekki að koma mjög á óvart. Þá hefur Maggi Gunn leikið sinn síðasta leik fyrir Grindavík en bræðurnir Jón Axel og Ingvi Guðmundssynir snúa aftur frá Bandaríkjunum. …
Kynningarmyndband um kjör íþróttamanns og íþróttakonu ársins 2014
Kynningarmyndband um kjör íþróttamanns ársins og íþróttakonu ársins 2014 í Grindavík má sjá hér á neðan. Athöfnin fer fram í Hópsskóla á gamlársdag kl. 13:00 og eru allir Grindvíkingar hjartanlega velkomnir á þessa uppskeruhátíð íþróttafólks. Auk þess að veita verðlaun fyrir íþróttamann og íþróttakonu ársins verða veitt hvatningarverðlaun, verðlaun fyrir fyrstu landsleiki, fyrir titla auk ýmislegs annars. Tilnefndar sem íþróttakonur …