Grindavík tekur þátt í fótbolta.net mótinu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Fimmta árið í röð stendur Fótbolti.net fyrir æfingamóti í janúar þar sem mörg af sterkustu liðum landsins taka þátt. Grindavík er eitt af aðeins tveimur liðum úr 1. deild sem eru í A-deild mótsins. Fyrsti leikur Grindavíkur er laugardaginn 10. janúar í Reykjaneshöll gegn Keflavík kl. 10:30.

Grindavík leikur í B-riðli ásamt ÍBV, Keflavík og Stjörnunni. Leikir Grindavíkur eru eftirfarandi:

Laugardagur 10. janúar
10:30 Keflavík – Grindavík (Reykjaneshöll)

Þriðjudagur 13. janúar
20:15 Stjarnan – Grindavík (Kórinn) – Beint á Sporttv

Föstudagur 23. janúar
21:00 ÍBV – Grindavík (Kórinn) – Beint á Sporttv

Leikir um sæti – 27-31. janúar