Viðurkenning til júdódeildar UMFG – Myndband

Ungmennafélag Grindavíkur Judó

Á kjöri íþróttamanns og íþróttakonu ársins í Grindavík 2014 (sjá nánar hér) var júdódeild UMFG verðlaunuð fyrir framúrskarandi starf undanfarin misseri. Af því tilefni var sýnt skemmtilegt myndband frá starfi deildarinnar á síðasta ári sem sjá má hér að neðan.

Júdódeild Grindavíkur var stofnuð 1971 af Jóhannesi Haraldssyni þegar hann flutti hingað suður með sjó. Fjölmargir Íslandsmeistaratitlar hafa komið í hús síðan þá. Jóhannes var allt í öllu fyrstu 40 árin en síðan þá hefur hann dregið sig í hlé en sonur hans, Gunnar, tekið við stjórnartaumunum ásamt fleira góða fólki. 

Eins og gefur að skilja hefur verið mismikil gróska í júdóíþróttinni í Grindavík. En grunnurinn sem Jóhannes og fleira gott fólk lagði, er traustur. Nú er svo komið að júdó íþróttin rís hátt í Grindavík og hefur orðið mikil fjölgun iðkenda í deildinni undanfarin misseri. Nýr þjálfari, Arnar Már Jónsson, hefur náð að byggja upp glæsilegt barna- og unlingastarf. Íslandsmeistaratitlar koma í hús, sem aldrei fyrr.

„Við viljum færa fulltrúum júdódeildar UMFG þakklætisvott fyrir að láta ekki deigan sína og halda uppi glæsilegu barna- og unglingastarfi og halda þannig arfleið íþróttarinnar á lofti. Fram undan eru spennandi tímar hjá baradagadeildum UMFG með frekari uppbyggingu á íþróttamannvirkjum í Grindavík,” kom m.a. fram í máli Þorsteins Gunnarsson, sviðsstjóra, við afhendinguna.

Myndband júdódeildarinnar: