Grindavík Íslandsmeistarar í 9. fl. kvenna

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Þrátt fyrir að enginn Íslandsmeistaratitill hafi komið í hús í meistaraflokki þetta árið hafa titlarnir engu að síður sópast til Grindavíkur undanfarnar helgar, og varð engin breyting þar á um helgina. Stelpurnar í 9. flokki kvenna tryggðu sér titilinn um helgina með mögnuðum sigri á erkifjendunum úr Keflavík, 42-41. Snillingurinn Jón Björn Ólafsson hjá karfan.is mætti á leikinn og skrifaði …

Stangarskotið 2016 er komið á netið

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Stangarskotið, fréttablað knattspyrnudeildar UMFG, var borið út í hús fyrir helgi og er nú komið á netið. Blaðið er að vanda stútfullt af efni á 28 blaðsíðum en á meðal efnis eru leikmannakynningar, keppnisdagatöl sumarsins og fjölmargar skemmtilegar greinar og viðtöl. Rafrænt eintak af blaðinu má nálgast hér að neðan. Stangarskotið 2016 – PDF

7. flokkur Íslandsmeistarar eftir næstum taplausan vetur

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Stelpurnar í 7. flokki kvenna lönduðu Íslandsmeistaratitli um helgina eftir afar góðan vetur, en þær töpuðu aðeins einum leik á tímabilinu. Lokaleikurinn var gegn Njarðvík þar sem lokatölur urðu 29-25 og enn einn Íslandsmeistaratitill staðreynd í Grindavík þetta árið. Til hamingju stelpur! 

Daníel Guðni tekur við U15 landsliðinu – tvær Grindavíkurstúlkur í hópnum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Daníel Guðni Guðmundsson, fyrrum leikmaður meistaraflokks karla og þjálfari meistaraflokks kvenna í Grindavík, tók á dögunum við karlaliði Njarðvíkur eins og við höfum áður greint frá, en það er ekki eina þjálfarastaðan sem Daníel tekur yfir. Vísir.is greindi nefnilega frá því í gær að Daníel væri nýr þjálfari U15 ára landsliðs kvenna. Tveir leikmenn Grindavíkur eru í fyrsta hópnum sem …

Úrslitakeppni 7. flokks kvenna um helgina

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Um helgina verður leikið til úrslita á Íslandsmóti kvenna í 7. flokki en úrslitakeppnin verður leikin hér í Grindavík. Það lið sem vinnur þessa helgi stendur uppi sem Íslandsmeistari. Við hvetjum Grindvíkinga til að kíkja við í Mustad-höllina og hvetja okkar stúlkur til sigurs. Leikjaplanið er sem hér segir: Laugardagur 7. maí: 11:00 Grindavík – Ármann 14:00 Grindavík – Keflavík …

Grindavík – Þór Þorlákshöfn í Mustad-höllinni kl. 16:00

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Í dag, fimmtudaginn 5. maí, spilar unglingaflokkur karla við Þór Þorlákshöfn í Mustad-höllinni Grindavík kl. 16.00, í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins. Hvetjum alla til að koma og hvetja þessa efnilegu stráka til dáða en Grindavík eru deildarmeistarar í unglingaflokki. Þetta verður síðasti leikur Jón Axels í Mustad-höllinni í bili, þar sem hann mun spila með Davidson háskólanum næsta vetur.

Skráningu í Geysis Reykjanesmótið lýkur í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Hjólreiðakeppnin Geysir Reykjanesmót fer fram núna á sunnudaginn en skráningu lýkur í kvöld. Hjólreiðadeild UMFG, sem á dögunum var gerð að deild innan UMFG til tveggja ára, er einnig aðili að HRÍ (Hjólreiðasamband Íslands) sem þýðir nú er hægt að keppa undir merkjum UMFG á hjólareiðamótum. Þeir sem ætla að taka þátt í Reykjanesmótinu geta skráð sig og verið löglegir …

Upphitun fyrir fyrsta knattspyrnuleik sumarsins – Árskort á 10.000 kr.

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík hefur leik í Inkasso-deildinni á föstudag kl. 19:15 þegar Haukar koma í heimsókn. fyrir leikinn mun knattspyrnudeildin og stuðningsmannaklúbburinn Stinningskaldi bjóða í grillaðar pylsur og drykk við Gula húsið frá kl. 18:00. Árskort verða seld á 10.000 kr. Trefill eða derhúfa fylgja með.   Frítt inn fyrir eldri borgara 67 ára og eldri sem búa í Grindavík. Við hvetjum …

Texas Scramble golfmót á Húsatóftavelli 7. maí

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Laugardaginn 7. maí verður Texas Scramble golfmót á Húsatóftavelli til styrktar meistaraflokks kvenna í knattspyrnu. Skráning á mótið á Golf.is. Hvetjum alla golfara til að skrá sig á þetta skemmtilega mót og styðja við stelpurnar okkar í leiðinni. Fjöldi glæsilegra vinninga. Nánari upplýsingar hjá Golfklúbbi Grindavíkur.