7. flokkur Íslandsmeistarar eftir næstum taplausan vetur

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, Körfubolti

Stelpurnar í 7. flokki kvenna lönduðu Íslandsmeistaratitli um helgina eftir afar góðan vetur, en þær töpuðu aðeins einum leik á tímabilinu. Lokaleikurinn var gegn Njarðvík þar sem lokatölur urðu 29-25 og enn einn Íslandsmeistaratitill staðreynd í Grindavík þetta árið.

Til hamingju stelpur!