Skráningu í Geysis Reykjanesmótið lýkur í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Hjólreiðakeppnin Geysir Reykjanesmót fer fram núna á sunnudaginn en skráningu lýkur í kvöld. Hjólreiðadeild UMFG, sem á dögunum var gerð að deild innan UMFG til tveggja ára, er einnig aðili að HRÍ (Hjólreiðasamband Íslands) sem þýðir nú er hægt að keppa undir merkjum UMFG á hjólareiðamótum. Þeir sem ætla að taka þátt í Reykjanesmótinu geta skráð sig og verið löglegir keppendur í bikarkeppni.

 

Mynd: Vzach – Own work, Public Domain, https://commons.wikimedia.org/w/index.php?curid=217796