Úrslitakeppni 7. flokks kvenna um helgina

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Um helgina verður leikið til úrslita á Íslandsmóti kvenna í 7. flokki en úrslitakeppnin verður leikin hér í Grindavík. Það lið sem vinnur þessa helgi stendur uppi sem Íslandsmeistari. Við hvetjum Grindvíkinga til að kíkja við í Mustad-höllina og hvetja okkar stúlkur til sigurs.

Leikjaplanið er sem hér segir:

Laugardagur 7. maí:

11:00 Grindavík – Ármann

14:00 Grindavík – Keflavík

Sunnudagur 8. maí:

12:00 Grindavík – KR

14:00 Grindavík – Njarðvík