Grindavíkurstúlkur í stóru hlutverki hjá U16 landsliðinu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Þessa dagana stendur yfir í Finnlandi Norðurlandamót unglingalandsliða í körfuknattleik. Lokaumferðin fer fram í dag en Grindavík á þrjá fulltrúa í U16 ára liði kvenna. Þær Hrund Skúladóttir, Sigrún Elfa Ágústsdóttir og Viktoría Líf Steinsþórsdóttir hafa allar verið atkvæðamiklar á mótinu, en Hrund er næst stigahæsti leikmaður liðsins með 16,3 stig að meðaltali í leik, og 3. stigahæsti leikmaður mótsins.  …

Ingvi og U18 landsliðið leika til úrslita í dag

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Ingvi Þór Guðmundsson hefur verið í stóru hlutverki með U18 ára landsliði Íslands á Norðurlandamótinu í Finnlandi en hann er næst stigahæsti leikmaður liðsins með 15,8 stig í leik og leiðir liðið í stoðsendingum með 4,3 að meðaltali í leik. Liðinu hefur gengið vel á mótinu en strákarnir töpuðu sínum fyrsta leik í gær í jöfnum leik gegn Eistum sem …

Selfyssingar stálu stigi á lokametrunum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík tók á móti Selfossi í Inkasso-deildinni á föstudaginn, þar sem lokatölur urðu 1-1. Juan Manuel Ortiz Jimenez kom okkar mönnum yfir snemma í leiknum og allt leit út fyrir að Grindavík myndi fara með sigur af hólmi þar til í blálokin, en gestirnir jöfnuðu leikinn á 93. mínútu og jafntefli staðreynd. Grindavík er því áfram í 3. sæti deildarinnar með …

Stelpurnar enn á toppnum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavíkurkonur unnu góðan 2-0 sigur á Fjölni núna á laugardaginn, og sitja því enn á toppi B-riðils 1. deildar kvenna, ásamt Augnabliki. Það voru þær Linda Eshun og Lauren Brennan sem skoruðu mörk Grindavíkur í seinni hálfleik. Næsti leikur liðsins er heimaleikur gegn Aftureldingu á föstudagskvöldið kl. 20:00.

Sigrún Sjöfn yfirgefur Grindavík – heldur heim í Borgarnes

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, sem gekk til liðs við Grindavík síðastliðið haust, mun ekki leika með liðinu næsta vetur. Karfan.is greindi frá þessum tíðindum í dag en Sigrún hefur samið við sitt uppeldisfélag, Skallgrím, og mun leika með nýliðunum í úrvalsdeildinni á komandi vetri. Sigrún var einn af lykilmönnum Grindavíkur á liðnum vetri og var valin besti leikmaður liðsins á lokahófinu. …

Bikardraumurinn úti hjá stelpunum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Bikarævintýri Grindavíkur hlaut fremur snautlegan endi um helgina þegar stelpurnar steinlágu gegn úrvalsdeildarliði Þórs/KA á Akureyri, 6-0. Þetta var fyrsta tapið hjá liðinu í sumar en þær sitja í efsta sæti B-riðils 1. deildar og muna því væntanlega setja allan kraft í deildina í framhaldinu. Næsti leikur liðsins er heimaleikur gegn Fjölni á laugardaginn. Á vefsíðunni fótbolta.net má finna stórt …

HK skellti toppliði Grindavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingar sóttu ekki gull í greipar HK í Kórnum í gær og hafa því gefið toppsætið í Inkasso-deildinni eftir í bili. Fyrir leikinn voru HK menn sigurlausir í deildinni en tókst með mikilli baráttu að riðla leik Grindavíkur og höfðu að lokum sinn fyrsta sigur í sumar, 2-1. Góðu fréttirnar fyrir Grindavík eru þó þær að það er nóg eftir …

200 hjólareiðakappar skelltu sér í sund í Grindavík að lokinni Bláa Lóns þraut

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Bláa Lóns þrautin fór fram á laugardaginn en metþátttaka var í keppninni í ár sem var sú lang stærsta frá upphafi. Yfir 1.000 hjólakappar hjóluðu í gegnum Grindavík og um 200 þeirra skelltu sér svo í sund í Grindavík að keppni lokinni. Að öllum líkindum er þetta stærsti íþróttaviðburður sem haldinn hefur verið í Grindavík, og gaman að fylgjast með …

Strákarnir úr leik í bikarnum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík er úr leik í Borgunarbikar karla en strákarnir tóku á móti Fylki í gær í leik sem tapaðist 0-2. Grindvíkingar voru síst lakari aðilinn í leiknum og áttu til að mynda tvö stangarskot en inn vildi boltinn ekki og því fór sem fór. Strákarnir geta því sett allan sinn kraft og einbeitingu í Inkasso-deilina þar sem þeir hafa farið …

Stelpurnar áfram á toppnum eftir sigur á Álftanesi

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Stelpurnar spiluðu við lið Álftaness í gær og sigruðu 2-0. Voru Grindvíkingar miklu betri aðilinn og stjórnuðum leiknum frá byrjun. Heimastúlkur pökkuðu í vörn og því erfitt að sækja á pakkann. Fyrra markið var sjálfsmark og það seinna skoraði Lauren Brennan. Grindavík er því áfram í toppsæti B-riðils 1. deildar, en þrjú lið eru með 9 stig eftir 4 leiki. Næsti …