Ingvi og U18 landsliðið leika til úrslita í dag

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Ingvi Þór Guðmundsson hefur verið í stóru hlutverki með U18 ára landsliði Íslands á Norðurlandamótinu í Finnlandi en hann er næst stigahæsti leikmaður liðsins með 15,8 stig í leik og leiðir liðið í stoðsendingum með 4,3 að meðaltali í leik. Liðinu hefur gengið vel á mótinu en strákarnir töpuðu sínum fyrsta leik í gær í jöfnum leik gegn Eistum sem endaði 73-71.

Liðið leikur því hreinan úrslitaleik um 1. sætið á mótinu í dag gegn Finnum kl. 12:45 en hægt er að fylgjast með leiknum í beinni útsendingu á netinu á vefsíðunni fanseat.com.

Tölfræði mótsins

Mynd frá karfan.is