Sigrún Sjöfn yfirgefur Grindavík – heldur heim í Borgarnes

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, Körfubolti

Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, sem gekk til liðs við Grindavík síðastliðið haust, mun ekki leika með liðinu næsta vetur. Karfan.is greindi frá þessum tíðindum í dag en Sigrún hefur samið við sitt uppeldisfélag, Skallgrím, og mun leika með nýliðunum í úrvalsdeildinni á komandi vetri. Sigrún var einn af lykilmönnum Grindavíkur á liðnum vetri og var valin besti leikmaður liðsins á lokahófinu. Hún var með 11,8 stig, 8,7 fráköst og 3,4 stoðsendingar að meðaltali í leik.