Strákarnir úr leik í bikarnum

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík er úr leik í Borgunarbikar karla en strákarnir tóku á móti Fylki í gær í leik sem tapaðist 0-2. Grindvíkingar voru síst lakari aðilinn í leiknum og áttu til að mynda tvö stangarskot en inn vildi boltinn ekki og því fór sem fór. Strákarnir geta því sett allan sinn kraft og einbeitingu í Inkasso-deilina þar sem þeir hafa farið mjög vel af stað og sitja í efsta sæti með 12 stig eftir 5 leiki. Næsti leikur í deildinni er útileikur gegn HK á sunndaginn kl. 14:00.

Skýrsla og umfjöllun á fótbolti.net

Viðtal við Óla Stefán á fótbolti.net

Myndaveisla á fótbolti.net