Stelpurnar áfram á toppnum eftir sigur á Álftanesi

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, Knattspyrna

Stelpurnar spiluðu við lið Álftaness í gær og sigruðu 2-0. Voru Grindvíkingar miklu betri aðilinn og stjórnuðum leiknum frá byrjun. Heimastúlkur pökkuðu í vörn og því erfitt að sækja á pakkann. Fyrra markið var sjálfsmark og það seinna skoraði Lauren Brennan. Grindavík er því áfram í toppsæti B-riðils 1. deildar, en þrjú lið eru með 9 stig eftir 4 leiki.

Næsti leikur hjá stelpunum er í Borgunarbikarnum í 16 liða úrslitum á Akureryi á móti Þór/KA laugardaginn 11. júní klukkan 16:30.