Bikardraumurinn úti hjá stelpunum

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, Knattspyrna

Bikarævintýri Grindavíkur hlaut fremur snautlegan endi um helgina þegar stelpurnar steinlágu gegn úrvalsdeildarliði Þórs/KA á Akureyri, 6-0. Þetta var fyrsta tapið hjá liðinu í sumar en þær sitja í efsta sæti B-riðils 1. deildar og muna því væntanlega setja allan kraft í deildina í framhaldinu. Næsti leikur liðsins er heimaleikur gegn Fjölni á laugardaginn.

Á vefsíðunni fótbolta.net má finna stórt og mikið myndasafn úr leiknum, en myndin úr fréttinni er það.

Þá leit eitt glæsilegasta mark sumarsins dagsins ljós í þessum leik: