Grindavíkurstrákarnir hrukku heldur betur í gírinn í Inkassodeild karla í knattspyrnu um helgina þegar þeir tóku Þórsara frá Akureyri í karphúsið og unnu 5-0. Grindavík er áfram í 3. sæti deildarinnar en minnkaði forskotið á Þór sem er í 2. sæti niður í tvö stig. Skammt er á milli stórleikjanna því á morgun, þriðjudag, kemur hitt Akureyrarliðið, KA, í heimsókn …
Kristinn og Svanhvít klúbbmeistarar GG
Kristinn Sörensen og Svanhvít Helga Hammer urðu klúbbmeistarar Golfklúbbs Grindavíkur en meistaramótinu lauk um helgina. Kristinn varð klúbbmeistari karla eftir þriggja holu umspil við Jón Valgarð Gústafsson. Þeir voru jafnir eftir 72 holur á 303 höggum. Svanhvít Helga Hammer er klúbbmeistari kvenna á 264 höggum (3 dagar) Í öðrum flokkum voru eftirfarandi sigurvegarar:1. flokkur Helgi Jónas Guðfinnsson 314 högg2. flokkur …
Framtíðin björt í golfinu
Meistaramóti unglinga hjá Golfklúbbi Grindavíkur lauk á dögunum. Sjö strákar tóku þátt og stóðu sig með mikilli prýði. Þeir léku 9 holur þrjá daga í röð og lærðu í leiðinni allar helstu keppnis- og siðareglur í golfi. Unglingameistari GG árið 2016 er Bragi Guðmundsson, í öðru sæti var Arnór Tristan Helgason og í því þriðja var Friðrik Franz Guðmundsson. Mynd: …
Jafntefli í toppslagnum
Grindavík og Augnablik mættust í toppslag B-riðils 1. deildar kvenna í Fagralundi í Kópavogi í gær. Tvö mörk litu dagsins ljós snemma í leiknum, Grindavík komst yfir með marki frá Lauren Brennan á 19. mínútu en heimastúlkur jöfnuðu á 35. mínútu. Þar við sat og lokaniðurstaðan því jafntefli og Grindavík áfram á toppnum. Grindavík er nú með 16 stig í …
Sumaræfingar körfuboltans á fullu
Sumaræfingar hjá körfuboltanum eru í fullum gangi og ganga mjög vel. Mæting hefur verið góð hjá eldri iðkendum en mætti vera betri hjá þeim yngri. Við hvetjum alla krakka til þess að kikja á körfuboltaæfingar í sumar og þá sérstaklega 6-11 ára. Það er ókeypis að æfa í allt sumar. 6-10 ára æfingar á þriðjudögum og fimmtudögum kl 15:00. 11-18 …
Grindavíkurkonur einar á toppnum
Grindavík vann góðan 3-0 sigur á Aftureldingu hér á Grindavíkurvelli á föstudaginn, en Marjani Hing-Glover skoraði þrennu og öll mörk Grindavíkur. Marjani tvöfaldaði þar með markafjölda sinn í deildinni og er næst markahæst með 6 mörk. Eftir þennan sigur sitja Grindavíkurkonur einar á toppi B-riðils 1. deildar með 15 stig eftir 6 leiki, og 18 mörk í plús. Næsti leikur …
Alexander bjargaði stigi á Eskifirði
Grindavík heimsótti Eskifjörð í Inkasso-deildinni á laugardaginn þar sem heimamenn í Fjarðabyggð tóku á móti okkar mönnum. Hlutskipti liðanna í deildinni framan af sumri hafa verið nokkuð ólík, Grindavík í toppbaráttunni en Fjarðabyggð við botninn með einn sigur í sarpinum. Það hefur þó örlítið fjarað undan góðri byrjun Grindvíkinga og liðið ekki landað sigri í mánuð, eða síðan liðið lagði …
Skráningu á meistaramót GG lýkur í kvöld
Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur verður haldið dagana 4. til 9. júlí. Mótið er hefðbundið og er spilaður höggleikur án forgjafar. Ef næg þátttaka fæst verður spilað í byrjenda flokki kvenna með forgjöf. Unglingaflokkur spilar 4. til 6. júlí. 9 holur á dag, rástímar eru frá kl. 10:00 eftir þátttöku. Verð fyrir þá er 2000 kr. innifalið í mótsgjaldi er pizza og …
Skráningu á meistaramót GG lýkur í kvöld
Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur verður haldið dagana 4. til 9. júlí. Mótið er hefðbundið og er spilaður höggleikur án forgjafar. Ef næg þátttaka fæst verður spilað í byrjenda flokki kvenna með forgjöf. Unglingaflokkur spilar 4. til 6. júlí. 9 holur á dag, rástímar eru frá kl. 10:00 eftir þátttöku. Verð fyrir þá er 2000 kr. innifalið í mótsgjaldi er pizza og …
Skráningu á meistaramót GG lýkur í kvöld
Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur verður haldið dagana 4. til 9. júlí. Mótið er hefðbundið og er spilaður höggleikur án forgjafar. Ef næg þátttaka fæst verður spilað í byrjenda flokki kvenna með forgjöf. Unglingaflokkur spilar 4. til 6. júlí. 9 holur á dag, rástímar eru frá kl. 10:00 eftir þátttöku. Verð fyrir þá er 2000 kr. innifalið í mótsgjaldi er pizza og …