Framtíðin björt í golfinu

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Meistaramóti unglinga hjá Golfklúbbi Grindavíkur lauk á dögunum. Sjö strákar tóku þátt og stóðu sig með mikilli prýði. Þeir léku 9 holur þrjá daga í röð og lærðu í leiðinni allar helstu keppnis- og siðareglur í golfi. 

Unglingameistari GG árið 2016 er Bragi Guðmundsson, í öðru sæti var Arnór Tristan Helgason og í því þriðja var Friðrik Franz Guðmundsson.

Mynd: Kapparnir sem tóku þátt. Frá vinstri: Tómas Breki Bjarnason, Guðjón Þorsteinsson, Einar Snær Björnsson, Friðrik Franz Guðmundsson, Bragi Guðmundsson og Arnþór Logi Bjarkason.