Grindavíkurkonur einar á toppnum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík vann góðan 3-0 sigur á Aftureldingu hér á Grindavíkurvelli á föstudaginn, en Marjani Hing-Glover skoraði þrennu og öll mörk Grindavíkur. Marjani tvöfaldaði þar með markafjölda sinn í deildinni og er næst markahæst með 6 mörk. Eftir þennan sigur sitja Grindavíkurkonur einar á toppi B-riðils 1. deildar með 15 stig eftir 6 leiki, og 18 mörk í plús. Næsti leikur liðsins er útileikur gegn Augnabliki á miðvikudaginn, en Augnablik er einmitt í 2. sæti riðilsins með 13 stig.

Myndin sem fylgir þessari frétt er fengin af Facebook-síðu meistaraflokks kvenna, og var tekin í útleik gegn Haukum þann 2. júní.