Stórsigur hjá Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Grindavíkurstrákarnir hrukku heldur betur í gírinn í Inkassodeild karla í knattspyrnu um helgina þegar þeir tóku Þórsara frá Akureyri í karphúsið og unnu 5-0. Grindavík er áfram í 3. sæti deildarinnar en minnkaði forskotið á Þór sem er í 2. sæti niður í tvö stig. Skammt er á milli stórleikjanna því á morgun, þriðjudag, kemur hitt Akureyrarliðið, KA, í heimsókn en það trónir á toppi deildarinnar. 

Grindavík lék gegn strekkingsvindi í fyrri hálfleik og Juan Manuel Ortiz Jimenez kom okkar mönnum yfir. Þessum sterka spænska framherja var skipt út af í hálfleik þar sem hann var kominn með gult spjald. Inn á kom hinn bandaríski William Daniels sem skoraði annað markið strax í upphafi seinni hálfleiks. Í kjölfarið opnuðust allar flóðgáttir og Grindavíkurpiltar fóru á kostum. Þriðja markmið var sjálfsmark Þórsara sem varnarmaður Þórsara settið í eigið mark eftir að vera undir pressu frá Gunnari Þorsteinssyni. Daniels bætti við fjórða markinu og Alexander Veigar Þórarinsson skoraði fimmta markið sem jafnframt var fimmta mark kappans í sumar. Er hann markahæstur ásamt fleirum.