Skráningu á meistaramót GG lýkur í kvöld

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur verður haldið dagana 4. til 9. júlí. Mótið er hefðbundið og er spilaður höggleikur án forgjafar. Ef næg þátttaka fæst verður spilað í byrjenda flokki kvenna með forgjöf. 

Unglingaflokkur spilar 4. til 6. júlí. 9 holur á dag, rástímar eru frá kl. 10:00 eftir þátttöku. Verð fyrir þá er 2000 kr. innifalið í mótsgjaldi er pizza og gos við verðlaunaafhendingu sem verður í golfskálanum miðvikudaginn 6. júlí kl. 13:00.
Öldungaflokkur karla, meistaraflokkur kvenna, heldri konur og byrjendaflokkur kvenna spila í þrjá daga, aðrir flokkar spila fjóra daga 6. til 9. júlí. Þeir flokkar sem spila í þrjá daga er heimilt að velja hvaða tvo af fyrstu þremur dögum mótsins þeir spila. Rástímar fyrstu þrjá dagana eru frá kl. 13:00. Meistaraflokkur karla spilar með fasta rástíma alla dagana, aðrir spila í sínum flokkum föstudag og laugardag. Á laugardeginum verður ræst út á 1. og 10. holu.

Rástímaskráning verður opin miðvikudag og fimmtudag. Mótsstjórn krefst þess að þátttakendur í meistaramótinu sem eiga frjálsa rástíma á miðvikudegi og fimmtudegi skrái sig á rástíma.

Nándarverðlaun verða á 18. holunni alla daga meistaramótsins. Einnig verða óvænt verðlaun veitt í lokahófinu fyrir skemmtilegar uppákomur í mótinu.

Verð í mótið er 7000 kr. og innifalið í því er lokahófið. Verð fyrir gesti í lokahófið er 2.900 kr.
Nú er um að gera að skrá sig í skemmtilegasta mót ársins. Skráning er á golf.is

GG á Facebook