Kristinn og Svanhvít klúbbmeistarar GG

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Kristinn Sörensen og Svanhvít Helga Hammer urðu klúbbmeistarar Golfklúbbs Grindavíkur en meistaramótinu lauk um helgina.

Kristinn varð klúbbmeistari karla eftir þriggja holu umspil við Jón Valgarð Gústafsson. Þeir voru jafnir eftir 72 holur á 303 höggum. Svanhvít Helga Hammer er klúbbmeistari kvenna á 264 höggum (3 dagar)

Í öðrum flokkum voru eftirfarandi sigurvegarar:
1. flokkur Helgi Jónas Guðfinnsson 314 högg
2. flokkur Atli Kolbeinn Atlason 332 högg
3. flokkur Jón Þórisson 360 högg
4. flokkur Jón Gauti Dagbjartsson 404 högg

Heldri konur: Margrét Brynjólfsdóttir 299 högg (3 dagar)
Öldungaflokkur karla: Sveinn Þór Ísaksson 223 högg (3 dagar)