Það er okkur mikið gleðiefni að tilkynna að Björn Steinar Brynjólfsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna til næstu 2ja ára. Bjössi einsog hann er alltaf kallaður, hefur þjálfað yngri flokka hjá félaginu ásamt því að spila með meistaraflokk karla í mörg ár. Bjössi er að stíga sín fyrstu skref sem aðalþjálfari meistaraflokks en hann aðstoðaði Jóa með karlaliðið á …
Gunnar Þorsteinsson besti leikmaður 14. umferðar
Grindvíkingar hafa verið á mikilli siglingu í Inkasso-deildinni undanfarnar vikur og eru nú í 2. sæti deildarinnar, 1 stigi á eftir toppliði KA þegar deildin er rúmlega hálfnuð. Grindavík vann góðan sigur á Leikni frá Fáskrúðsfirði í síðustu umferð, 1-4 á útivelli og var Grindvíkingurinn Gunnar Þorsteinsson valinn besti leikmaður umferðinnar fyrir frammistöðu sína í leiknum. Gunnar er þriðji leikmaður …
Góður sigur fyrir austan – Stórleikur á fimmtudaginn
Grindavíkurpiltar gerðu góða ferð austur á land um helgina þegar þeir lögðu Leikni á Fáskrúðsfirði 4-1 í Inkassodeild karla í knattspyrnu. Leikið var í knattspyrnuhöllinni á Reyðarfirði. Leikurinn var jafn til að byrja með en eftir að Gunnar Þorsteinsson braut ísinn með skallamarki á 23. mínútu tóku okkar menn yfirhöndina á vellinum. William Daniels bætti við öðru marki Grindavíkur skömmu …
Jafntefli á síðustu stundu
Grindavík mátti að endingu þakka fyrir að ná einu stigi gegn Huginn þegar liðin mættust í 1. deild karla á Grindavíkurvelli seint í gærkvöldi. Grindavík jafnaði nánast með síðustu snertingu leiksins 2-2 eftir að hafa lent marki undir og síðan sótt án afláts. Björn Berg Bryde kom Grindavík yfir og fékk síðan nokkur dauðafæri til að ná tveggja marka …
Grindavík tekur á móti Huginn kl. 20:30
Grindavík tekur á móti Huginn á Grindavíkurvelli í 1. deild karla í kvöld kl. 20:30 (athugið breyttan tíma). Sem fyrr er mikið í húfi í harðri toppbaráttu 1. deildar. Grindvíkingar eru hvattir til þess að fjölmenna á völlinn í kvöld. Grindavíkurpeyjar hafa leikið af miklum móð upp á síðkastið og verður gaman að sjá þá spreyta sig gegn sprækum austanpiltum …
Grindavík vann uppgjör toppliðanna
Grindavíkurstelpur lögðu Hauka 3-0 í uppgjöri toppliðanna í B-riðli 1. deildar kvenna í knattspyrnu. Sigur þeirra var afar sannfærandi og ljóst að liðið mun gera harða atlögu að því að komast upp í Pepsideildina. Rúmlega 300 áhorfendur mættu á leikinn sem er glæsilegt. Það tók Grindavík 41 mínútu að brjóta ísinn. Varnarjaxlinn Linda Eshun skoraði eftir klafs í vítateignum. Strax í …
Jón Axel í úrvalsliði mótsins
Karlalandsliðið í körfubolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri er komið á stall með þeim bestu í Evrópu og tryggði sig upp í A-deild Evrópumótsins með frábærum árangri í b-deildinni sem lauk í Grikklandi í gærkvöld. Ísland hlaut silfrið eftir að hafa tapað framlengdum úrslitaleik fyrir Svartfjallalandi, 78-76. Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson stóð sig frábærlega á mótinu og var valinn …
Toppslagur hjá stelpunum í kvöld
TOPPSLAGUR er hjá meistaraflokksstelpunum í kvöld mánudag klukkan 20:00 á Grindavíkurvelli þegar Haukar mæta á svæðið. Þessi tvö lið eru að berjast um toppsætið í riðlinum og munar aðeins einu stigi á þeim. Stelpurnar fundu vel fyrir góðum stuðningi á síðasta heimaleik og bjóða alla velkomna aftur á völlinn. Ókeypis aðgangur. ÁFRAM GRINDAVÍK!
Sigri fagnað á Ásvöllum
Grindavíkurpiltar sýndu sparihliðarnar á erfiðum útivelli á Ásvöllum í gærkvöldi þegar þeir lögðu Hauka að velli 4-0. Grindavík er því enn í 2. sæti og framundan er æsispennandi barátta þar sem hart verður barist um tvö efstu sætin sem gefa sæti í Pepsideildinni. Grindavík fékk óskabyrjun því Alexander Veigar Þórarinsson skoraði strax á 3. mín. eftir fyrirgjöf Williams Daniels.Juan Manuel …
361 áhorfandi sá Grindavík vinna nágrannaslaginn
Grindavíkurstelpur lögðu granna sína í Keflavík 2-1 í hörku leik í B-riðli 1. deildarinnar á Grindavíkurvelli í gærkvöldi. Alls varð 361 áhorfandi vitni að sigrinum sem er aldeilis glæsileg mæting. Sérstakir gestir á leiknum voru leikmenn 5., 6. og 7. flokks stúlkna. Keflavík byrjaði betur og komst yfir á 20. mínútu. Grindavík tók svo yfir leikinn og tókst að jafna …