Grindavíkurstelpur lögðu Hauka 3-0 í uppgjöri toppliðanna í B-riðli 1. deildar kvenna í knattspyrnu. Sigur þeirra var afar sannfærandi og ljóst að liðið mun gera harða atlögu að því að komast upp í Pepsideildina. Rúmlega 300 áhorfendur mættu á leikinn sem er glæsilegt.
Það tók Grindavík 41 mínútu að brjóta ísinn. Varnarjaxlinn Linda Eshun skoraði eftir klafs í vítateignum. Strax í upphafi seinni hálfleiks gerði Grindavík út um leikinn. Lauren Brennan skoraði stórglæsilegt mark eftir mikinn einleik. Sashana Carolyn Campbell skoraði svo þriðja markið undir lok leiksins og þar við sat.
Grindavík hefur fjögurra stiga forystu þegar fjórar umferðir eru eftir í riðlinum. En liðið missir tvo sterka leikmenn í nám til Bandaríkjanna, þær Söru Hrund Helgadóttur og Elísabetu Gunnþórsdóttur og verða skörð þeirra vandfyllt. Rakel Lind Ragnarsdóttir er komin frá HK til Grindavíkur.
Staðan:
1 Grindavík 10 8 1 1 32 – 3 29 25
2 Haukar 10 7 0 3 30 – 11 19 21
3 Augnablik 10 6 2 2 28 – 14 14 20
4 Fjölnir 9 5 0 4 25 – 14 11 15
5 Afturelding 9 4 0 5 26 – 14 12 12
6 Keflavík 8 3 1 4 17 – 9 8 10
7 Álftanes 10 2 2 6 17 – 19 -2 8
8 Grótta 10 0 0 10 3 – 94 -91 0
Sjá umfjöllun fotbolti.net um leikinn.