Sigri fagnað á Ásvöllum

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Grindavíkurpiltar sýndu sparihliðarnar á erfiðum útivelli á Ásvöllum í gærkvöldi þegar þeir lögðu Hauka að velli 4-0. Grindavík er því enn í 2. sæti og framundan er æsispennandi barátta þar sem hart verður barist um tvö efstu sætin sem gefa sæti í Pepsideildinni. 

Grindavík fékk óskabyrjun því Alexander Veigar Þórarinsson skoraði strax á 3. mín. eftir fyrirgjöf Williams Daniels.Juan Manuel Ortiz Jimenez bætti við öðru marki á 17. mín. eftir sendingu frá Alexander Veigari. Strax í upphafi seinni hálfleiks skoraði Andri Rúnar Bjarnason laglegt mark og Alexander Veigar bætti svo við fjórða markinu á 64. mín.

Grindavíkurliðið lék mjög vel í þessum leik, liðið vinnusamt og með mikil gæði í öllum stöðum, þá er leikmannahópurinn stór sem er mikill styrkur í þessari deild. Nýjasti liðsmaðurinn, Kristijan Jajalo, markvörður frá Bosníu, veitir liðinu mikið öryggi varnarlega en ekki fer á milli mála að þar er gæða leikmaður á ferð þótt ekki hafi reynt mikið á hann.

Næsti leikur Grindavíkur er á heimavelli gegn Huginn næsta miðvikudag.

Staðan:
FÉLAG L U J T MÖRK NET STIG
1 KA 11 8 2 1 19 – 8 11 26
2 Grindavík 12 7 3 2 30 – 11 19 24
3 Keflavík 12 5 6 1 22 – 15 7 21
4 Leiknir R. 11 6 2 3 12 – 10 2 20
5 Þór 11 6 1 4 14 – 16 -2 19
6 Selfoss 11 4 3 4 14 – 15 -1 15
7 Fjarðabyggð 12 3 4 5 18 – 19 -1 13
8 Fram 11 3 4 4 11 – 15 -4 13
9 HK 12 2 5 5 15 – 22 -7 11
10 Haukar 12 3 2 7 17 – 26 -9 11
11 Huginn 12 2 3 7 9 – 17 -8 9
12 Leiknir F. 11 2 1 8 12 – 19 -7 7

Alexander Veigar er nú markahæstur í deildinni með 7 mörk.

Mynd: Sigrinum fagnað á Ásvöllum í gærkvöldi.