Grindavík tekur á móti Huginn kl. 20:30

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík tekur á móti Huginn á Grindavíkurvelli í 1. deild karla í kvöld kl. 20:30 (athugið breyttan tíma). Sem fyrr er mikið í húfi í harðri toppbaráttu 1. deildar. Grindvíkingar eru hvattir til þess að fjölmenna á völlinn í kvöld. Grindavíkurpeyjar hafa leikið af miklum móð upp á síðkastið og verður gaman að sjá þá spreyta sig gegn sprækum austanpiltum sem eru í 9. sæti en hafa fengið góðan liðsstyrk upp á síðkastið.