Bikarmót barna í taekwondo fór fram um síðastliðna helgi hjá Ármanni í Laugardal. Um 100 börn á aldrinum 5-11 ára skráðu sig til leiks og er óhætt að segja að Grindvíkingar hafi staðið sig feikna vel. Sex Grindvíkingar tóku þátt í mótinu og náðu þeir allir á pall í báðum keppnisgreinum en keppt var í bardaga annars vegar og í …
Æfingagjöld 2015
Ákveðið hefur verið á fundi aðalstjórnar UMFG með forráðamönnum deilda að greiðsluseðlar verða sendir í heimabanka foreldra/forráðamanna í byrjun mars 2015 fyrir æfingagjöldum barna og unglinga sem æfa íþróttir innan deilda UMFG og verður greiðslan fyrir jan-júní 2015 að upphæð 13.000.- kr Ef að foreldri/forráðamenn vilja breyta skráningum á greiðsluseðlum eða kjósa að greiða með greiðslukort eða jafnvel skipta greiðslum …
UMFG 80 ára
þann 03.febrúar 1935 var UMFG stofnað og á því félagið 80 ára afmæli í dag. Við viljum óska iðkendum, starfsmönnum deilda og öllu því góða fólki sem starfar með Ungmennafélagi Grindavíkur og Grindvíkingum til hamingju með félagið ykkar, megi það vaxa og dafna með okkur um ókomna tíð.
Kynningarmyndband um kjör íþróttamanns og íþróttakonu ársins 2014
Kynningarmyndband um kjör íþróttamanns ársins og íþróttakonu ársins 2014 í Grindavík má sjá hér á neðan. Athöfnin fer fram í Hópsskóla á gamlársdag kl. 13:00 og eru allir Grindvíkingar hjartanlega velkomnir á þessa uppskeruhátíð íþróttafólks. Auk þess að veita verðlaun fyrir íþróttamann og íþróttakonu ársins verða veitt hvatningarverðlaun, verðlaun fyrir fyrstu landsleiki, fyrir titla auk ýmislegs annars. Tilnefndar sem íþróttakonur …
Íþróttanámskrá UMFG
Aðalstjórn UMFG hefur ásamt deildum sínum gert íþróttanámskrár sem lagðar voru fyrir frístunda- og menningarnefnd Grindavíkurbæjar fyrr á þessu ári til samþykktar. Er það hluti af samkomulagi Grindavíkurbæjar og UMFG vegna stuðnings bæjarins við barna- og unglingastarf UMFG. Íþróttanámskráin er lifandi skjal sem á að yfirfara og uppfæra árlega. Áætlunin er virkilega metnaðarfull og má nálgast hana með því að …
Innskráningakerfi UMFG
Þar sem að erfiðlega gengur að fá foreldra/forráðamenn til þess að skrá börnin í þær íþróttagreinar sem deildir innan UMFG bjóða upp á hefur verið ákveðið að börnin verði skráð samkvæmt mætingalistum sem þjálfarar hafa skilað inn til gjaldkera. Þar sem að erfiðlega gengur að fá foreldra/forráðamenn til þess að skrá börnin í þær íþróttagreinar sem deildir innan UMFG bjóða …
Bikarmót barna 25. – 26. október
Bikarmót fyrir 11 ára og yngri verður 25.-26. október n.k. Nánari upplýsingar um mótið má fá hér Skráning á mótið fer fram hér Skráningarfrestur rennur út á þriðjudag. Keppnisgjald er 3.000 krónur og leggist inn um leið og skráð er; rn 0143-26-935 kt 420284-0129 Munið að setja iðkanda/barns sem skýringu á greiðslunni.
Hreyfivika UMFÍ
Grindavíkurbær tekur þátt í Hreyfiviku (Move Week) 29. sept. – 5. okt. nk. í samstarfi við UMFÍ. Þetta er stórskemmtilegt heilsuverkefni þar sem við viljum fá allar stofnanir bæjarins, UMFG, félagasamtök, þjálfara, fyrirtæki og alla áhugasama um holla hreyfingu til þess að taka þátt á einn eða annan hátt. Það geta verið fyrirlestrar, opnir tímar, skipulagðir hreyfitímar eða hvaða viðburðir …
Nóri æfingagjöld og skráning
Æfingagjöld eru innheimt í gegnum skráningar- og greiðslukerfið Nóra en kerfið er einnig notað til að halda utan um póstlista, símanúmer forráðamanna, mætingar og fleira svo mjög mikilvægt er að allir iðkendur séu skráðir inn í kerfið. Hægt að greiða gjöldin með greiðslukorti í Nóra og einnig með því að fá greiðsluseðil í heimabanka. Ef óskað er eftir að ganga …
Áskorun til Grindavíkurbæjar
Eftirfarandi ályktun var samþykkt á aðalfundi UMFG þann 11.maí 2014. Aðalfundur UMFG skorar á bæjarstjórn Grindavíkurbæjar að auka samstarf við deildir ungmennafélagsins í þróun íþróttamannvirkja bæjarins og að hlusta og taka meira tillit til skoðanna þeirra og óska í þeim efnum. Aðalstjórn UMFG