Góður árangur Grindvíkinga í taekwondo

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, Taekwondo

Bikarmót barna í taekwondo fór fram um síðastliðna helgi hjá Ármanni í Laugardal. Um 100 börn á aldrinum 5-11 ára skráðu sig til leiks og er óhætt að segja að Grindvíkingar hafi staðið sig feikna vel. Sex Grindvíkingar tóku þátt í mótinu og náðu þeir allir á pall í báðum keppnisgreinum en keppt var í bardaga annars vegar og í tækni formum hins vegar sem eru samsettar hreyfingar sem tákna bardaga við ímyndaðan andstæðing.

Árangur strákanna var eftirfarandi:

Tómas Máni Bjarnason – Gull í tækni og gull í bardaga.
Viktor Veigar Egilsson – Brons í tækni og brons í bardaga.
Óliver Adam Einarsson – Silfur í tækni og brons í bardaga.
Fjölnir Z Þrastarson – Brons í tækni og silfur í bardaga.
Sigurbjörn Gabríel Jónsson – Gull í tækni og brons í bardaga.
Róbert Árnason – Brons í tækni og silfur í bardaga.

Texti og myndir: Teresa Björnsdóttir