Innskráningakerfi UMFG

Ungmennafélag Grindavíkur Fimleikar, Judó, Knattspyrna, Körfubolti, Sund, Taekwondo, UMFG

Þar sem að erfiðlega gengur að fá foreldra/forráðamenn til þess að skrá börnin í þær íþróttagreinar sem deildir innan UMFG bjóða upp á hefur verið ákveðið að börnin verði skráð samkvæmt mætingalistum sem þjálfarar hafa skilað inn til gjaldkera.

Þar sem að erfiðlega gengur að fá foreldra/forráðamenn til þess að skrá börnin í þær íþróttagreinar sem deildir innan UMFG bjóða upp á hefur verið ákveðið að börnin verði skráð samkvæmt mætingalistum sem þjálfarar hafa skilað inn til gjaldkera.

Greiðsluseðlar verða þá sendir í heimabanka næstu vikur en eins og þeir sem hafa kynnt sér kerfið þá væri einnig hægt að nota greiðslukort EF foreldri hefur skráð barnið inn sjálft.

Þjálfarar allra deilda UMFG munu nota skráningakerfið til þess að geta sent foreldrum tölvupóst ásamt skilaboðum um það sem skiptir máli innan íþróttagreinanna og bendum við foreldrum einnig á að mikilvægt er að þjálfarar hafi símanúmer og hvernig hægt sé að ná í foreldra / forráðamenn ef um neyðartilvik er að ræða.

Því bendum við foreldrum á að fara inn í kerfið og skrá símanúmer og netföng sín og tengilið ef foreldri /forráðamaður vill ásamt upplýsingum um barnið t.d ef barnið er með ofnæmi, sjúkdóm eða annað sem þjálfari gæti þurft að vita.

frekari upplýsingar er hægt að nálgast á skrifstofu UMFG á mánudögum og fimmtudögum frá kl 14:00-18:00 eða senda tölvupóst í umfg@umfg.is