Grindvískir yfirburðir á Íslandsmeistaramótinu í pílu

Ungmennafélag GrindavíkurPíla

Íslandsmót félagsliða 2024 í pílu fór fram á dögunum og má með sanni segja að lið Grindavíkur hafi haft þar algjöra yfirburði en Pílufélag Grindavíkur stóð upp sem Íslandsmeistari í bæði karla- og kvennaflokki. Í karlaflokki endaði lið Grindavík 107 stigum á undan Pílufélagi Reykjanesbæjar en heildarstig Grindavíkur í flokknum voru ljóðræn 240 stig. Kvennaliðið vann einnig yfirburða sigur með …

íþróttafólk Grindavíkur 2023

Ungmennafélag GrindavíkurForvarnarnefnd, Íþróttafréttir, Judó, Knattspyrna, Körfubolti, Píla, Sund, UMFG

Sunnudaginn 11. febrúar kl. 11:00 verða veittar viðurkenningar til íþróttafólks úr Grindavík sem skaraði fram úr á árinu 2023 á Hilton Reykjavík Nordica. Eftirfarandi eru tilnefnd sem íþróttafólk Grindavíkur 2023. Íþróttakona Grindavíkur Árdís Guðjónsdóttir, pílukast Ása Björg Einarsdóttir, knattspyrna Hulda Björk Ólafsdóttir, körfuknattleikur Patricia Ladina Hobi, hestaíþróttir Þuríður Halldórsdóttir, golf Íþróttakarl Grindavíkur Alexander Veigar Þorvaldsson, pílukast Helgi Dan Steinsson, golf …

Nýr framkvæmdastjóri UMFG

Ungmennafélag GrindavíkurFimleikar, Forvarnarnefnd, Hjól, Íþróttafréttir, Judó, Knattspyrna, Körfubolti, Píla, Skotdeild, Sund, Taekwondo, UMFG

Þorleifur Ólafsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Ungmennafélags Grindavíkur og var hann valinn úr hópi umsækjenda. Þorleifur eða Lalli eins og við köllum hann hjá UMFG er á fertugsaldri og er fæddur og uppalinn í Grindavík. Hann hefur þjálfað flesta flokka innan körfuknattleiksdeildar ásamt því að vera sjálfur leikmaður allra flokka þar frá unga aldri. Lalli er nú þegar farin að …

Matthías og Svanhvít sigruðu í Meistaramóti Uppkast

Ungmennafélag GrindavíkurPíla

Meistaramót Uppkast í samvinnu við Íslenska pílukastsambandið var haldið laugardaginn 26. febrúar og sýnt í streymi á uppkast.is. Mótið var útsláttarmót karla og kvenna þar sem fremstu pílukastarar landsins kepptu. 8 keppendur voru í karlaflokki og 4 í kvennaflokki. Í karlaflokki kepptu þeir Alexander Veigar Þorvaldsson, Björn Steinar Brynjólfsson, Hörður Þór Guðjónsson, Matthías Örn Friðriksson, Pétur Rúðrik Guðmundsson, Sigurður Tómasson, Vitor …

Pétur endurkjörinn formaður Pílufélags Grindavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurPíla

Aðalfundur Pílufélag Grindavíkur, sem hefur aðild að Ungmennafélagi Grindavíkur, fór fram þann 20. desember síðastliðinn. Á fundinum var verið að gera upp árið 2020 en ekki hafði gefist færi á að halda aðalfund fyrir árið sökum heimsfaraldurs. Pétur Rúðrik Guðmundsson, formaður Pílufélag Grindavíkur, fór yfir starfsemi félagsins á árinu 2020 sem gekk vel hjá félaginu. Liðamót karla og kvenna var …

Hekla Eik og Matthías Örn íþróttafólk Grindavíkur 2021

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti, Píla, UMFG

Pílukastarinn Matthías Örn Friðriksson og körfuknattleikskonan Hekla Eik Nökkvadóttir voru í dag útnefnd íþróttakarl og íþróttakona Grindavíkur árið 2021. A lið Pílufélags Grindavíkur var útnefnt lið Grindavíkur 2021 og körfuknattleiksþjálfarinn Ólöf Helga Pálsdóttir þjálfari Grindavíkur 2021. Ungmennafélag Grindavíkur óskar verðlaunahöfum til hamingju með árangurinn á árinu! Matthías Örn Friðriksson, íþróttakarl Grindavíkur 2021 Matthías Örn Friðriksson varð á árinu íslandsmeistari í …

Pílufélag Grindavíkur Íslandsmeistari félagsliða

Ungmennafélag GrindavíkurPíla

Pílufélag Grindavíkur, PG, varð í gærkvöld fyrst félaga til að tryggja sér Íslandsmeistatitil félagsliða í pílukasti er liðið lagði Pílukastfélag Reykjavíkur, PFR, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Keppt var í bæði tvímenningi og einmenningi. Sigra þarf tvo af þrem leggjum í tvímenningi til að tryggja liðinu eitt stig og svo þurfti að sigra níu af 17 leggjum í …

Pílufélag Grindavíkur gengur inn í UMFG

Ungmennafélag GrindavíkurPíla, UMFG

Á aðalfundi Ungmennafélags Grindavíkur þann 24. júní síðastliðinn var samþykkt að taka Pílufélag Grindavíkur inn sem aðila í Ungmennafélag Grindavíkur. Við þetta mun píla bætast við sem íþróttagrein innan UMFG og bætist þar með í flóru íþróttagreina sem hægt er að stundan innan UMFG. Á aðalfundinum var samþykkt að Pílufélag Grindavíkur gangi inn í UMFG á reynslu til eins árs. …

Matthías Örn Íslandsmeistari í pílukasti

PílaPíla

Matthías Örn Friðriksson úr Pílufélagi Grindavíkur varð á laugardaginn Íslandsmeistari í pílukasti en um helgina fór fram Íslandsmótið í 501 sem er algengasti leikur pílukastsins.  Matthías Örn átti frábæran dag og var úrslitaviðureign hans við sitjandi Íslandsmeistara, Vitor Charrua. Úrslitaviðureignin var æsispennandi en svo fór að Matthías vann 7-6. Matthías Örn var tilnefndur í kjöri á Íþróttamanni Grindavíkur fyrir árið 2019. …