Grindavík fer aftur til Borganes í kvöld þar sem strákarnir mæta Skallagrím í Lengjubikarnum. Leikurinn er á hefðbundnum körfuboltatíma 19:15. Liðin mættust í síðustu umferð Dominosdeildarinnar í hörkuleik þar sem Grindavík fór með sigur 93-86. Keflavík sigraði Hauka í gær og tróna því á toppi A riðilsins, Grindavík getur jafnað þá með sigri í kvöld. Ef allt fer að …
Hreinn úrslitaleikur við Keflavík!
Eftir 5. umferðina í Lengju-fyrirtækjabikarnum, er ljóst að við mætum nágrönnum okkar úr Keflavík, í hreinum úrslitaleik á heimavelli um hvort liðið kemst í FINAL FOUR! Við unnum Skallagrím auðveldlega á útivelli kvöld, 81-108. Skv. tölfræðinni góðu var Jóhann Árni Ólafsson okkar besti maður í kvöld og setti 24 stig og gaf 6 stoðsendingar. Hann var ekkert að flækja stigaskorun …
Grindavík – KR í dag
Grindavík og KR mætast í Grindavík klukkan 16:30 í Dominosdeild kvenna. Heil umferð fer fram í dag, Snæfell og Valur mætast klukkan 15:00 og klukkan 16:30 er það leikur Grindavíkur og KR, Keflavík – Haukar og Njarðvík – Fjölnir. Það eru nokkur stig á milli liðanna þar sem KR hefur byrjað betur í vetur. Liðin mættust í fyrstu umferðinni þar …
Flottur sigur á erfiðum útivelli
Grindavík gerði góða ferð í fjós fyrrum liðsfélaga, Páls Axels og félaga hans í Skallagrími í kvöld og unnu eftir dramatískar lokamínútur. Ég var ekki á leiknum og ætla því að vísa í flotta umfjöllun á karfan.is um leikinn, http://www.karfan.is/read/2012/11/08/thrandur-i-skallagrimsgotu Skv. þessu var Sammy frábær með 3falda tvennu (27stig, 10 fráköst og 11 stoðsendingar). Auk þess tapaði hann bara 1 …
Nýr þjálfari:Guðmundur Bragason
Guðmundur Bragason hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna í körfubolta. Bragi Magnússon hætti á dögunum og fyllti Ellert Magnússon í skarð hans þangað til að nýr þjálfari var ráðinn. Guðmundur mun stýra liðinu og verður Crystal Smith honum til aðstoðar. Crystal kom til landsins í október og hefur spilað mjög vel með liðinu, Guðmund þarf ekki að kynna en hann …
Skallagrímur – Grindavík í kvöld
Áhugaverður leikur fer fram í Dominosdeild karla í kvöld. Grindavík mætir þá Skallagrím í Borganesi klukkan 19:15. Skallagrímur með Pál Axel fremstan í flokki hefur komið á óvart í upphafi móts þar sem þeir hafa unnið 3 af 4 leikjum sínum og eru í þriðja sæti með 6 stig, jafn mikið og Grindavík en þeir eiga leik inni. Skallagrímur er …
Grindavík 105 – Haukar 61
Grindavík jafnaði Keflavík á toppi B riðils í Lengjubikarnum með stórsigri á Haukum í gærkveldi 105-61 Sigurinn var aldrei í hættu og voru yfirburðir Grindavíkur þónokkrir eins og lokatölur segja um. Ellefu leikmenn fengu meira en 10 mínútur í leiknum og sá eini sem spilaði minna en það var Ólafur Ólafsson sem kom inn á undir lok þriðja leikhluta. Sérlega …
Sætir sigrar í Sambíómótinu
Stelpurnar í 3-4 bekk tóku þátt í Sambíómótinu um helgina sem haldið var Grafarvogi. Er þetta gamla Hópbílamótið sem grindvísk lið hafa sótt síðustu ár. Sextán stelpur sem Ellert Magnússon hefur þjálfað í vetur mættu og stóðu sig frábærlega. Eins og venjan er á svona mótum er ekki skráð skoruð stig en stelpurnar voru samt með á hreinu hvernig leikirnir …
Grindavík – Haukar í kvöld
Lengjubikarinn heldur áfram í kvöld þegar Grindavík tekur á móti Haukum. Leikurinn fer fram í Grindavík og hefst klukkan 19:15. Keflavík sigraði Skallagrím örugglega í gær 110-64 og eru því komnir á topp riðilsins með 3 sigra eftir 4 leiki. Grindavík getur náð þeim í kvöld. Grindavík sigraði fyrri leik þessara liða 14. október á Ásvöllum 92-70
Grindavík – Haukar í dag
Baráttuslagur í neðri hluta Dominosdeild kvenna fer fram í dag klukkan 16:30 í Grindavík Grindavík tekur þá á móti Haukum en liðin eru í neðsta sæti deildarinnar ásamt Fjölni. Grindavík vann einmitt Fjölni í síðsta leik eftir að einn besti þjálfari landsins, Ellert Magnússon, tók við í fjarveru Braga Magnússonar. Leikurinn hefst klukkan 16:30 og um að gera að koma …