Lengjubikarleikur dagsins

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík fer aftur til Borganes í kvöld þar sem strákarnir mæta Skallagrím í Lengjubikarnum.

Leikurinn er á hefðbundnum körfuboltatíma 19:15.

Liðin mættust í síðustu umferð Dominosdeildarinnar í hörkuleik þar sem Grindavík fór með sigur 93-86.  

Keflavík sigraði Hauka í gær og tróna því á toppi A riðilsins, Grindavík getur jafnað þá með sigri í kvöld. Ef allt fer að óskum og Grindavík sigrar í kvöld þá stefnir í úrslitaleik riðilsins í lokaumferðinni þegar Keflavík kemur í heimsókn 18.nóvember. En fyrst þarf að sigra leikinn í kvöld.