Njarðvík 84 – Grindavík 96

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Sigurganga Grindavíkur heldur áfram því strákarnir sigruðu Njarðvík í Ljónagryfjunni í gærkvöld 96-84. Leikurinn var jafn framan af, þangað til um miðjan þriðja leikhluta þegar okkar menn breyttu stöðunni úr 53-51 yfir í 59-51. Þeir héldu þessu forskoti út leikinn og því tólfti sigurleikurinn í deildinn staðreynd.  Snæfell vann sinn leik í gær og fylgja því Grindavík fast á eftir …

Baráttusigur á Fjölni

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík sigraði Fjölni í gær 90-64 þar sem okkar stelpur voru betri á flestum sviðum og eru nú komnar í sjötta sætið með 12 stig. Oft hefur Grindavík byrjað leikina mjög vel en dregist aftur úr þegar líða tekur á leikinn.  Það var ekki raunin í gær.  Eftir fyrsta leikhluta var staðan 18-16 en góður annar leikhluti bjó til bil …

Njarðvík-Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík mætir Njarðvík í 15. umferð Dominosdeild karla í kvöld, leikurinn fer fram í Njarðvík og hefst klukkan 19:15 Grindavík situr eitt á toppi deildarinnar með 22 stig.  Njarðvík hinsvegar í því sjöunda með 12 stig. Fyrri leikur liðanna endaði 107-81 en Njarðvíkingarnir hafa verið á góðu róli í síðustu umferðum þar sem þeir unnu ÍR og Skallagrím ásamt því að …

Samstarf UMFG og VÍS

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

  Stuðningsmenn UMFG geta stutt sitt félag með því að flytja tryggingarnar yfir til VÍS, því þá rennur hluti af iðgjaldinu beint til UMFG.     Þarfir fólks fyrir tryggingavernd eru mismunandi eftir aðstæðum hverju sinni. Starfsfólk VÍS leggur metnað sinn í að veita framúrskarandi þjónustu og að tryggingar þjóni þörfum viðskiptavina með fullnægjandi hætti.   Styðjum UMFG saman. Það …

Grindavík – Fjölnir

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Heil umferð fer fram í Dominosdeild kvenna í kvöld.  Grindavík tekur á móti Fjölni. Leikurinn hefst klukkan 19:15 í íþróttahúsi Grindavíkur. Mikilvægur leikur er um að ræða því þessi lið eru í tveimur neðstum sætum deildarinnar.  Með sigri í kvöld geta stelpurnar okkar komist upp fyrir Njarðvík í sjötta sætið. Ekkert í sjónvarpinu í kvöld og því best að skella …

Grindavík 65 – Valur 80

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík og Valur áttust við í 19. umferð Dominosdeild kvenna í gær.  Valsstúlkur sem eru í þriðja sæti í deildinni sigruðu 80-65. Baráttan í neðri hluta deildarinnar heldur því áfram og er Grindavík í 7. sæti með 10 stig.  Njarðvík sömuleiðis en eiga einn leik til góða.  Fjölnir situr á botninum með 6 stig en næsti leikur Grindavíkur er einmitt …

Grindavík – Þór í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Það er enn einn stórleikurinn hjá meistaraflokki karla í kvöld.  Eftir að hafa lagt Keflavík í undanúrslitum bikarsins er aftur komið að deildinni. Leikur kvöldsins er viðureign liðanna sem léku til úrslita í fyrra, Grindavík og Þór. Grindavík og Þór verma toppsætið saman með 20 stig en liðin hafa mæst tvisvar í vetur og unnið sitthvorn leikinn á útivelli þannig …

Grindavík í höllina

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík lagði Keflavík í æsispennandi leik í gær og eru því komnir í bikarúrstlitin ásamt Stjörnunni sem sigraði Snæfell í gærkveldi. Það var spenna í loftinu í gær, liðin gerðu mörg mistök og stigaskorið ekkert sérstaklega hátt.  En leikurinn var góður og endaði með skoti Billy Baptist sem dansaði á körfuhringnum sem hefði tryggt þeim sigur ef boltinn hefði farið ofan í …

Keflavík-Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Stórleikur helgarinnar verður bikarleikur Grindavíkur og Keflavík í undanúrsltium Powerade bikarsins. Leikurinn fer fram í Keflavík og hefst klukkan 15:00 á sunnudaginn.  Allir eru hvattir til að mæta og hvetja strákana áfram í þá frábærri skemmtun sem bikarúrslitin eru. Vert er að benda á það að leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV en auðvitað er mun skemmtilegra að …

Grindavík-Snæfell

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavíkurstelpur taka á móti Snæfell í kvöld í 18. umferð Dominosdeild kvenna. Fjörir leikir eru á döfinni í kvöld. Keflavík og Njarðvík mætast, Haukar-Valur, KR-Fjölnir auk leiksins í Grindavík sem hefst klukkan 19:15 Njarðvík og Grindavík eru jöfn með 10 stig í 6-7 sæti deildarinnar og því mikilvægt að ná hagstæðum úrslitum í kvöld. Snæfell er í öðru sæti og …