Grindavík mætir ÍR í kvöld – forsala á bikarleikinn

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Sextánda umferðin í Dominosdeild karla lýkur í kvöld með þremur leikjum, Grindavík-ÍR er þar á meðal.

Aðrir leikir eru Fjölnir-Keflavík og Stjarnan-Njarðvík.

Leikurinn gegn ÍR fer fram hér í Grindavík og hefst á hefðbundnum tíma, 19:15.  

Þarna eru að mætast liðin sem skipa sitt hvorn endan á töflunni, Grindavík efst með 24 stig en ÍR á botninum með 8 stig.  Það má samt ekki vanmeta Breiðhyltingana því þeir sigruðu m.a. Skallagrím í síðustu umferð og eru mættir með nýjan þjálfara.

Vert er að minna á að á leiknum verður hægt að kaupa miða á bikarúrslitin sem fara fram um næstu helgi.  Einnig verður hægt að kaupa miða í vikunni hjá Jón Gauta í Olís.