Grindavík – Þór í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Það er enn einn stórleikurinn hjá meistaraflokki karla í kvöld.  Eftir að hafa lagt Keflavík í undanúrslitum bikarsins er aftur komið að deildinni.

Leikur kvöldsins er viðureign liðanna sem léku til úrslita í fyrra, Grindavík og Þór.

Grindavík og Þór verma toppsætið saman með 20 stig en liðin hafa mæst tvisvar í vetur og unnið sitthvorn leikinn á útivelli þannig að okkar menn þurfa stuðning úr stúkunni til að halda toppsætinu áfram.

Fleiri áhugaverðir leikir verða á döfinni í kvöld:

Stjarnan-Snæfell
ÍR-Njarðvík
Skallagrímur-Fjölnir