Grindavík 65 – Valur 80

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík og Valur áttust við í 19. umferð Dominosdeild kvenna í gær.  Valsstúlkur sem eru í þriðja sæti í deildinni sigruðu 80-65.

Baráttan í neðri hluta deildarinnar heldur því áfram og er Grindavík í 7. sæti með 10 stig.  Njarðvík sömuleiðis en eiga einn leik til góða.  Fjölnir situr á botninum með 6 stig en næsti leikur Grindavíkur er einmitt gegn Fjölni.

En af leiknum þá voru það fjórar stelpur sem skoruðu 89 stig af þeim 145 stigum sem bæði liðin gerðu.  Hjá Val var Kristrún Sigurjónsdóttir með 29 stig og Jaleesa Butler 21.  Hjá okkar stelpur var Crystal Smith með 22 stig og Petrúnella Skúladóttir 17.  Þær voru einnig hæstar í stoðsendingum og fráköstum.

Liðin voru jöfn fyrstu 8 mínútur leiksins.  Tóku gestirnir þá af skarið og héldu 10 stiga mun út leikinn.

Eins og var nefnt hér áður þá er næsti leikur mikilvægur þar sem þær mæta Fjölni 6. febrúar hér í Grindavík.

Mynd hér að ofan tók Jenný Ósk fyrir karfan.is