Snæfell – Grindvík í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Meistaraflokkur karla fer í Stykkishólm í kvöld þar sem þeir mæta Snæfell í lokaleik 5. umferð Dominos deild karla.  Leikurinn hefst klukkan 19:15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Grindavík er fyrir leikinn í fjórða sæti deildarinnar með 6 stig en heimamenn með tvö stig í 9 sæti. Vance Cooksey og Jón Ólafur Jónsson eru lykilmenn í liði …

Dregið í 16 liða úrslit

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Í dag var dregið í 16 liða úrslit Powerade bikarsins.  Þrjú lið frá Grindavík voru í pottinum.  Í kvennaflokki mætasta Grindavík og Stjarnan en í karlaflokki er það annarsvegar ÍG-Keflavík B þar sem gamlar stjörnur eru í öllum stöðum í báðum liðum og svo stórleikurinn Keflavík-Grindavík.  Aðrir leikir eru: Konur:Þór Akureyri-KR Tindastóll-Snæfell Valur-Hamar Njarðvík-FSu Stjarnan-Grindavík Breiðablik-Fjölnir Haukar og Keflavík sitja …

Sigrar á öllum vígstöðum

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Meistaraflokkar í körfuknattleik spiluðu um helgina í bikar og deild og unnust leikirnir.  Í gærkveldi spilaði kvennaliðið við KR á útivelli og sigraði 79-69.  Karlaliðið lagði Val 103-76 í Powerade bikarnum og ÍG sigraði Vængi Júpiters 95-81 í sömu keppni. Sigur Grindavíkur á KR var kærkomin þar sem þetta var fyrsti útisigurinn í deildinni.  Auk þess færðist Grindavíkurliðið í annað …

Grindavík 79 – Njarðvík 64

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík er enn ósigrað á heimavelli í vetur eftir sigur á Njarðvík 79-64.  Eftir venjulegan leiktíma var staðan 64-64 en Grindavíkurstúlkur skoruðu 15 stig í framlengingu gegn engu hjá gestunum. Grindavík var yfir mest allan leikinn og voru með 8 stiga forskot þegar 5 mínútur voru eftir af leiknum. Njarðvíkurstúlkur tóku þá góðan kafla og jöfnuðu fyrir lok venjulegs leiktíma. …

Grindavík – ÍR

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Tveir leikir fara fram í Dominos deild karla í kvöld, Valur-Keflavík og svo tekur Grindavík á móti ÍR. Leikirnir fara fram klukkan 19:15 Grindavík er í 6 sæti deildarinnar með tvo sigra og eitt tap en ÍR með einn sigur og tvö töp. Gestirnir lílkt og Grindavík hafa í sínum röðum íslenska leikmenn sem eru stigahæstir, Matthías Orri Sigurðsson með …

Grindavík tekur á móti Njarðvík í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík og Njarðvík mætast í Grindavík klukkan 19:15 í kvöld.   Liðin eru í þriðja og fimmta sæti í deildinni og töpuðu bæði í síðustu umferð.  Grindavík ætlar sér sigur í kvöld til að halda í við Keflavík og Snæfell sem eru í tveimur efstu sætunum.   Heimavöllurinn hefur reynst vel hingað til þar sem þær eru ósigraðar.

Grindavík 78 – Valur 70

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík sigraði nýliða Vals í gærkveldi 78-70.  Okkar menn höfðu alltaf leikinn í höndum sér en gestirnir komust nokkrum sinnum full nálægt. Eins og stendur í frétt hér fyrir neðan hefur samning við Kendall Timmons verið sagt upp og því Grindavíkurliðið kanalausir í leiknum. Grindavík komst fljótt í örugga forystu og hleyptu reynsluminni mönnum inn í leikinn. Til að byrja með jókst …

Grindavík 79 – Valur 66

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Heimavöllurinn ætlar að reynast drjúgur hjá kvennaliði Grindavíkur í fyrstu umferðum Dominosdeild kvenna.  Grindavík sigraði sinn þriðja leik á heimavelli í gær þegar þær lögðu Valsstúlkur 79-66 Grindavík er því komið í annað sæti í deildinni, tveimur stigum á eftir Keflavík sem er enn ósigrað.   Varnarleikurinn var í fyrirrúmi til að byrja með, Grindavík hafði þó yfirhöndina og hélt …

Kanadansinn heldur áfram……

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Kanavandræði Grindvíkinga halda áfram en í gær var Kendall Timmons sagt upp störfum. Kendall stóðst ekki væntingar Grindvíkinga og því verður enn og aftur boðið upp í dans….. Hver dansherrann verður á eftir að koma í ljós en leit stendur yfir.  

Grindavík 73 – Haukar 62

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindvík sigraði Hauka í annari umferð Dominosdeild kvenna í gær.  Lokatölur voru 73-62 Haukastelpum var spáð öðru sæti í deildinni og Grindavík því þriðja.  Það mátti því búast við skemmtilegum leik sem var raunin.  Leikurinn var jafn fram undir fjórða leikhluta þar sem okkar konur tóku völdin. Sem fyrr voru það fjórir leikmenn sem báru hitan og þungan af stigaskori, …