Grindavík – ÍR

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Tveir leikir fara fram í Dominos deild karla í kvöld, Valur-Keflavík og svo tekur Grindavík á móti ÍR. Leikirnir fara fram klukkan 19:15

Grindavík er í 6 sæti deildarinnar með tvo sigra og eitt tap en ÍR með einn sigur og tvö töp.

Gestirnir lílkt og Grindavík hafa í sínum röðum íslenska leikmenn sem eru stigahæstir, Matthías Orri Sigurðsson með tæplega 22 stig að meðaltali og Sveinbjörn Classen með 20 stig.

Hjá Grindavík er Sigurður Gunnar Þorsteinssom með 18.3 stig að meðaltali, Þorleifur Ólafsson 17.3 og Jóhann Árni Ólafsson 15.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 og eru stuðningsmenn hvattir til að mæta.