Dregið í 16 liða úrslit

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Í dag var dregið í 16 liða úrslit Powerade bikarsins.  Þrjú lið frá Grindavík voru í pottinum.  
Í kvennaflokki mætasta Grindavík og Stjarnan en í karlaflokki er það annarsvegar ÍG-Keflavík B þar sem gamlar stjörnur eru í öllum stöðum í báðum liðum og svo stórleikurinn Keflavík-Grindavík. 

Aðrir leikir eru:

Konur:
Þór Akureyri-KR
Tindastóll-Snæfell
Valur-Hamar
Njarðvík-FSu
Stjarnan-Grindavík
Breiðablik-Fjölnir

Haukar og Keflavík sitja hjá og fara beint í 8-liða úrslit.

Karlar:
Skallagrímur-Þór Þorlákshöfn
Tindastóll-Reynir Sandgerði
Njarðvík-Stjarnan
ÍR-Þór Akureyri
Fjölnir-FSu
Haukar-Snæfell
ÍG-Keflavík-b
Keflavík-Grindavík

Leikið verður helgina 29. nóvember til og með 1. desember.