Sigrar á öllum vígstöðum

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Meistaraflokkar í körfuknattleik spiluðu um helgina í bikar og deild og unnust leikirnir.  Í gærkveldi spilaði kvennaliðið við KR á útivelli og sigraði 79-69.  Karlaliðið lagði Val 103-76 í Powerade bikarnum og ÍG sigraði Vængi Júpiters 95-81 í sömu keppni.

Sigur Grindavíkur á KR var kærkomin þar sem þetta var fyrsti útisigurinn í deildinni.  Auk þess færðist Grindavíkurliðið í annað sæti því á sama tíma sigraði Keflavík Snæfell sem var í öðru sætinu fyrir umferðina.

Stigahæstar í kvöld voru Pálina (22), María Ben (22) og Lauren (18).

Umfjöllun um leikinn á karfan.is

Myndir frá leiknum má sjá á visir.is og á karfan.is

 

Grindavík er komið í 16 liða úrslit Powerade bikarsins eftir sigur á Val í gær.  Lokatölur voru 103-76.  Jafnt var til að byrja með en Grindavíkurliðið jók smá saman forystuna eftir fyrsta leikhluta og var sigurinn aldrei í hættu.

Tölfræði leiksins

 

Á laugardaginn komst annað lið í 16 liða úrslit Powerade bikar karla.  ÍG lagði þá Væni Júpiters. Morten Þór Szmiedowicz átti þar stórleik með 28 stig og 18 fráköst

Tölfræði leiksins