Snæfell – Grindvík í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Meistaraflokkur karla fer í Stykkishólm í kvöld þar sem þeir mæta Snæfell í lokaleik 5. umferð Dominos deild karla.  Leikurinn hefst klukkan 19:15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.

Grindavík er fyrir leikinn í fjórða sæti deildarinnar með 6 stig en heimamenn með tvö stig í 9 sæti.

Vance Cooksey og Jón Ólafur Jónsson eru lykilmenn í liði Snæfells með samtals helming stiga Snæfells auk þess að vera með flestar stoðsendingar og fráköst. Það er því lykilatriði að stoppa þá í kvöld. 

Leikurinn hefst klukkan 19:15 en útsending á stöð 2 sport klukkan 19:00 fyrir þá sem komast ekki á leikinn.