Bingó Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Jæja kæru stuðningsmenn.. Við höfum verið að plana heima bingó síðustu daga og höfum við safnað vinningum yfir 500.000 kr-. Það benti ekkert til þess að öllu yrði aflétt 2.feb en fljótt var það að breytast en við ætlum áfram að halda okkur við það við streymum þessu til ykkar heima og þið spilið í gegnum símann.

Það kostar 2.000 kr-. að taka þátt og fylgja með því 3 spjöld fyrir hvern síma/tæki ef þið viljið kaupa fleiri spjöld þurfa þau að fara á annan síma eða tæki t.d. ef þið eruð 4 og öll með síma þá kostar 8.000 kr-. fyrir fjölskylduna að taka þátt og hver og einn þarf að vera með síma við hendi. Aðeins hægt að kaupa 3 spjöld í einu.

Hér er hægt að skrá sig og hægt að greiða með að millifæra beint á körfuna með skýringuna Bingo 🙂
KT: 550591-1039
Banki: 0143-26-1039

Við sýnum svo alla vinninga í næstu viku og fleiri upplýsingar koma hvað verður á dagskrá. Treystið okkur þið viljið ekki missa af þessu!