Sæti í úrslitakeppninni tryggt með góðum sigri á Fjölnismönnum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavík og Fjölnir mættust í gærkvöldi í hörkuleik sem var mjög mikilvægur fyrir bæði lið. Heimamenn gátu með sigri tryggt sig inn í úrslitakeppnina og jafnvel klifrað aðeins ofar í töfluna til þess að sleppa við að mæta KR eða Tindastóli í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Fyrir Fjölni var leikurinn nánast upp á líf og dauða en Fjölnismenn eru í þéttum …

Frítt á leikinn í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Stjórn körfuknattleiksdeildar UMFG vill vekja athygli bæjarbúa á því að frítt verður inn á leik Grindavíkur og Fjölnis í Dominosdeildinni í kvöld en leikurinn er síðasti deildarheimaleikur hjá strákunum á tímabilinu. Vonandi sjá sér sem flestir fært að mæta svo að við getum keyrt upp stemminguna fyrir úrslitakeppnina sem er handan við hornið. Leikurinn hefst kl. 19:15 Foreldrar körfuknattleiksiðkenda í …

Sterkur útisigur í gær gegn Stólunum í Síkinu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavíkingar heimsóttu Sauðárkrók í gær þar sem spútniklið Dominosdeildar karla, Tindastóll, tók á móti þeim. Fyrir þennan leik höfðu Stólarnir ekki tapað leik á heimavelli í deildinni í vetur og sátu í 2. sæti deildarinnar. Liðin höfðu mæst tvisvar áður í vetur og Stólarnir farið með sigur af hólmi í bæði skiptin. Fyrir leikinn var því ljóst að okkar menn …

Ingibjörg klár í næsta leik

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Ingi­björg Jak­obs­dótt­ir, bakvörður í bikar­meist­araliði Grinda­vík­ur í körfu­bolta, var ein þeirra sem runnu á dúkn­um í Laug­ar­dals­höll­inni um síðustu helgi. Ingi­björg fór meidd af velli um tíma í úr­slita­leikn­um gegn Kefla­vík en tókst þó að koma aft­ur inn á og ljúka leikn­um þar sem Grinda­vík fagnaði sigri, 68:61. Meiðsli Ingi­bjarg­ar virðast ekki ætla að draga dilk á eft­ir sér að …

Leik Grindavíkur og Hamars frestað

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Bikarmeistararnir okkar fá aðeins lengri hvíld eftir leikinn á laugardaginn þar sem leik Grindavíkur og Hamars sem fara átti fram í Röstinni í kvöld hefur verið frestað vegna veðurs. Nýr leiktími verður auglýstur síðar.

Næstum því bikaralslemma í Höllinni um helgina

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Það voru ekki bara meistaraflokkskonur sem léku til bikarúrslita um helgina því 9. flokkur kvenna komst einnig í úrslit sem og 11. flokkur karla. Stelpurnar í 9. flokki unnu glæsilegan sigur á Keflavík eftir framlengdan leik en strákarnir í 11. flokki þurftu að sætta sig við silfur eftir tap gegn firnasterku liði KR. Tveir titlar af þremur er ansi góður …

Systurnar Petrúnella og Hrund slógu eign sinni á Laugardalshöllina um helgina

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Systurnar Petrúnella og Hrund Skúladætur voru í aðalhlutverkum í bikarsigrum helgarinnar, en þær voru báðar valdar Lykilmenn úrslitaleikjanna í Powerade bikarnum annars vegar og í 9. flokki hins vegar. Petrúnella átti fantagóðan leik á báðum endum vallarins sem hún kórónaði með vörðu skoti í lokin sem slökkti endanlega í Keflvíkingum. Hrund lék á alls oddi sóknarlega og setti 6 þrista …

Grindavík bikarmeistarar kvenna 2015

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavíkurstúlkur unnu glæstan sigur á Keflavík í úrslitum bikarkeppninnar núna á laugardaginn. Lokatölur leiksins urðu 68-61 en okkar konur fóru inn í 4. leikhluta með þægilegt 20 stiga forskot. Illa gekk að finna körfuna í loka leikhlutanum og það hefði sennilega orðið saga til næsta bæjar ef Grindavík hefði tekist að landa titlinum á þess að skora körfu síðust 10 …

Æfingagjöld 2015

Ungmennafélag GrindavíkurFimleikar, Judó, Knattspyrna, Körfubolti, Sund, Taekwondo, UMFG

Ákveðið hefur verið á fundi aðalstjórnar UMFG með forráðamönnum deilda að greiðsluseðlar verða sendir í heimabanka foreldra/forráðamanna í byrjun mars 2015 fyrir æfingagjöldum barna og unglinga sem æfa íþróttir innan deilda UMFG og verður greiðslan fyrir jan-júní 2015 að upphæð 13.000.- kr Ef að foreldri/forráðamenn vilja breyta skráningum á greiðsluseðlum eða kjósa að greiða með greiðslukort eða jafnvel skipta greiðslum …