Systurnar Petrúnella og Hrund slógu eign sinni á Laugardalshöllina um helgina

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Systurnar Petrúnella og Hrund Skúladætur voru í aðalhlutverkum í bikarsigrum helgarinnar, en þær voru báðar valdar Lykilmenn úrslitaleikjanna í Powerade bikarnum annars vegar og í 9. flokki hins vegar. Petrúnella átti fantagóðan leik á báðum endum vallarins sem hún kórónaði með vörðu skoti í lokin sem slökkti endanlega í Keflvíkingum. Hrund lék á alls oddi sóknarlega og setti 6 þrista í 11 tilraunum og þar á meðal þristinn sem tryggði framlenginguna.