Mikilvægur leikur hjá stelpunum í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Það er ansi mikilvægur leikur á dagskrá í Röstinni í kvöld þar sem Haukar koma í heimsókn til bikarmeistaranna okkar. Nú fer að síga á seinni hlutann í deildinni og fá stig eftir í pottinum. Fyrir þennan leik sitja okkar stúlkur í 3. sæti með 30 stig en Haukar eru að anda niðrum hálsmálið á okkur með 28 stig í 4. sæti. Sigur í kvöld er lykilatriði til að tryggja þetta 3. sæti fyrir úrslitakeppnina.

Mætum öll á völlinn í kvöld og styðjum stelpurnar okkar til sigurs!