Frítt á leikinn í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Stjórn körfuknattleiksdeildar UMFG vill vekja athygli bæjarbúa á því að frítt verður inn á leik Grindavíkur og Fjölnis í Dominosdeildinni í kvöld en leikurinn er síðasti deildarheimaleikur hjá strákunum á tímabilinu. Vonandi sjá sér sem flestir fært að mæta svo að við getum keyrt upp stemminguna fyrir úrslitakeppnina sem er handan við hornið. Leikurinn hefst kl. 19:15

Foreldrar körfuknattleiksiðkenda í 1.-6. bekk eru beðnir um að mæta upp í íþróttahús kl. 18:40 ásamt börnum sínum en þar munu þau fá afhenta búninga sem Landflutningar gefa og munu síðan taka þátt í kynningunni fyrir leik.