Stelpurnar í 7. flokki kvenna lönduðu Íslandsmeistaratitli um helgina eftir afar góðan vetur, en þær töpuðu aðeins einum leik á tímabilinu. Lokaleikurinn var gegn Njarðvík þar sem lokatölur urðu 29-25 og enn einn Íslandsmeistaratitill staðreynd í Grindavík þetta árið. Til hamingju stelpur!
Daníel Guðni tekur við U15 landsliðinu – tvær Grindavíkurstúlkur í hópnum
Daníel Guðni Guðmundsson, fyrrum leikmaður meistaraflokks karla og þjálfari meistaraflokks kvenna í Grindavík, tók á dögunum við karlaliði Njarðvíkur eins og við höfum áður greint frá, en það er ekki eina þjálfarastaðan sem Daníel tekur yfir. Vísir.is greindi nefnilega frá því í gær að Daníel væri nýr þjálfari U15 ára landsliðs kvenna. Tveir leikmenn Grindavíkur eru í fyrsta hópnum sem …
Úrslitakeppni 7. flokks kvenna um helgina
Um helgina verður leikið til úrslita á Íslandsmóti kvenna í 7. flokki en úrslitakeppnin verður leikin hér í Grindavík. Það lið sem vinnur þessa helgi stendur uppi sem Íslandsmeistari. Við hvetjum Grindvíkinga til að kíkja við í Mustad-höllina og hvetja okkar stúlkur til sigurs. Leikjaplanið er sem hér segir: Laugardagur 7. maí: 11:00 Grindavík – Ármann 14:00 Grindavík – Keflavík …
Grindavík – Þór Þorlákshöfn í Mustad-höllinni kl. 16:00
Í dag, fimmtudaginn 5. maí, spilar unglingaflokkur karla við Þór Þorlákshöfn í Mustad-höllinni Grindavík kl. 16.00, í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins. Hvetjum alla til að koma og hvetja þessa efnilegu stráka til dáða en Grindavík eru deildarmeistarar í unglingaflokki. Þetta verður síðasti leikur Jón Axels í Mustad-höllinni í bili, þar sem hann mun spila með Davidson háskólanum næsta vetur.
Drengjaflokkur í undanúrslit
Strákarnir í drengjaflokki eru komnir í undanúrslit Íslandsmótsins eftir góðan sigur á sterku liði KR í gær, 81-73. Grindavík mætir ÍR í undanúrslitaleiknum, en hann fer fram í Seljaskóla laugardaginn 7. maí. Ingvi Þór Guðmundsson var lang stigahæstur Grindvíkinga með 40 stig, en næstur kom Nökkvi Már Nökkvason með 14 stig, þá Marcin Ostrowski 10 stig, Viðar Kjartansson 9 stig, …
8-liða úrslit í Drengjaflokki
Í kvöld fara fram 8-liða úrslit í Drengjaflokki þar sem Grindavík tekur á móti KR í Mustad-höllinni kl. 20:00. Sigurliðið úr þessum leik kemst áfram í 4-liða úrsilt sem fara fram um næstu helgi. Hvetjum fólk til að mæta og sjá síðasta heimaleik vetrarins hjá þessum efnilegu drengjum. Áfram UMFG
Grindvíkingar Íslandsmeistarar í 8. fl. kvenna
Grindvíkingar lönduðu enn einum Íslandsmeistaratitlinum í yngri flokkum um helgina þegar stelpurnar í 8. flokki tryggðu sér titilinn hér á heimavelli. Þær sigruðu Keflavík í hreinum úrslitaleik en liðið spilaði mjög vel í vetur og töpuðu aðeins 1 leik af 20. Við óskum stelpunum til hamingju með þennan frábæra árangur, virkilega gaman að sjá hversu margir efnilegir árgangar eru að …
Þrír Íslandsmeistaratitlar í júdó til Grindavíkur um helgina
Íslandsmótið í júdó í flokki 21 árs og yngri fór fram um helgina og þar áttu Grindvíkingar 11 keppendur. Allir keppendur Grindavíkur komust á verðlaunapall og komu heim með 3 Íslandsmeistaratitla, 4 silfur og 4 brons. Tinna Einarsdóttir náði þeim magnaða árangri að verða Íslandsmeistari í flokki drengja U13 -52 kg. Þá sigraði Adam Latkowski í flokki U15 -34 kg …
Úrslitahelgi 8. flokks kvenna
Úrslitakeppni 8. flokks kvenna í körfubolta fer fram um helgina, en Grindavíkur hefur leik í dag kl. 18:00. Grindavík hefur unnið allar törneringar vetursins en nú þarf að klára dæmið og landa titlinum. Við hvetjum Grindvíkinga til að kíkja í íþróttahúsið um helgina og hvetja okkar stelpur áfram. Leiktímar Grindavíkur eru eftirfarandi: Föstudagurinn 29. apríl Kl. 18:00 Grindavík – StjarnanKl. …
Daníel Guðni til Njarðvíkur – tekur við þjálfun meistaraflokks karla
Þau risatíðindi bárust úr körfuboltaheimum á dögunum að Njarðvíkingar hefðu ráðið Daníel Guðna Guðmundsson til að þjálfa meistaraflokk karla á næsta tímabili. Daníel er uppalinn Njarðvíkingur en hann hefur leikið með Grindavík síðan 2012 og síðastliðið haust tók hann við þjálfun meistaraflokks kvenna. Daníel hlaut því eldskírn sína sem þjálfari í efstu deild í vetur en fer nú eins og …