Lokahóf körfuknattleiksdeildar UMFG var haldið með glæsibrag í Gjánni laugardagskvöldið 30. apríl. Kvöldið var glæsilegt að vanda. Njarðvíkurinn Örvar Þór Kristjánsson var með veislustjórn á sínum höndum og leysti það verkefni af sinni alkunnu snilld. Þá töfraði Bjarni Ólasson, sennilega betur þekktur sem Bíbbinn, fram dýrinds lambasteik sem enginn annar en meistarakokkurinn Geiri skar niður. Þau Jón Axel Guðmundsson og …
Grindavík Íslandsmeistarar í 9. fl. kvenna
Þrátt fyrir að enginn Íslandsmeistaratitill hafi komið í hús í meistaraflokki þetta árið hafa titlarnir engu að síður sópast til Grindavíkur undanfarnar helgar, og varð engin breyting þar á um helgina. Stelpurnar í 9. flokki kvenna tryggðu sér titilinn um helgina með mögnuðum sigri á erkifjendunum úr Keflavík, 42-41. Snillingurinn Jón Björn Ólafsson hjá karfan.is mætti á leikinn og skrifaði …
7. flokkur Íslandsmeistarar eftir næstum taplausan vetur
Stelpurnar í 7. flokki kvenna lönduðu Íslandsmeistaratitli um helgina eftir afar góðan vetur, en þær töpuðu aðeins einum leik á tímabilinu. Lokaleikurinn var gegn Njarðvík þar sem lokatölur urðu 29-25 og enn einn Íslandsmeistaratitill staðreynd í Grindavík þetta árið. Til hamingju stelpur!
Daníel Guðni tekur við U15 landsliðinu – tvær Grindavíkurstúlkur í hópnum
Daníel Guðni Guðmundsson, fyrrum leikmaður meistaraflokks karla og þjálfari meistaraflokks kvenna í Grindavík, tók á dögunum við karlaliði Njarðvíkur eins og við höfum áður greint frá, en það er ekki eina þjálfarastaðan sem Daníel tekur yfir. Vísir.is greindi nefnilega frá því í gær að Daníel væri nýr þjálfari U15 ára landsliðs kvenna. Tveir leikmenn Grindavíkur eru í fyrsta hópnum sem …
Úrslitakeppni 7. flokks kvenna um helgina
Um helgina verður leikið til úrslita á Íslandsmóti kvenna í 7. flokki en úrslitakeppnin verður leikin hér í Grindavík. Það lið sem vinnur þessa helgi stendur uppi sem Íslandsmeistari. Við hvetjum Grindvíkinga til að kíkja við í Mustad-höllina og hvetja okkar stúlkur til sigurs. Leikjaplanið er sem hér segir: Laugardagur 7. maí: 11:00 Grindavík – Ármann 14:00 Grindavík – Keflavík …
Grindavík – Þór Þorlákshöfn í Mustad-höllinni kl. 16:00
Í dag, fimmtudaginn 5. maí, spilar unglingaflokkur karla við Þór Þorlákshöfn í Mustad-höllinni Grindavík kl. 16.00, í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins. Hvetjum alla til að koma og hvetja þessa efnilegu stráka til dáða en Grindavík eru deildarmeistarar í unglingaflokki. Þetta verður síðasti leikur Jón Axels í Mustad-höllinni í bili, þar sem hann mun spila með Davidson háskólanum næsta vetur.
Drengjaflokkur í undanúrslit
Strákarnir í drengjaflokki eru komnir í undanúrslit Íslandsmótsins eftir góðan sigur á sterku liði KR í gær, 81-73. Grindavík mætir ÍR í undanúrslitaleiknum, en hann fer fram í Seljaskóla laugardaginn 7. maí. Ingvi Þór Guðmundsson var lang stigahæstur Grindvíkinga með 40 stig, en næstur kom Nökkvi Már Nökkvason með 14 stig, þá Marcin Ostrowski 10 stig, Viðar Kjartansson 9 stig, …
8-liða úrslit í Drengjaflokki
Í kvöld fara fram 8-liða úrslit í Drengjaflokki þar sem Grindavík tekur á móti KR í Mustad-höllinni kl. 20:00. Sigurliðið úr þessum leik kemst áfram í 4-liða úrsilt sem fara fram um næstu helgi. Hvetjum fólk til að mæta og sjá síðasta heimaleik vetrarins hjá þessum efnilegu drengjum. Áfram UMFG
Grindvíkingar Íslandsmeistarar í 8. fl. kvenna
Grindvíkingar lönduðu enn einum Íslandsmeistaratitlinum í yngri flokkum um helgina þegar stelpurnar í 8. flokki tryggðu sér titilinn hér á heimavelli. Þær sigruðu Keflavík í hreinum úrslitaleik en liðið spilaði mjög vel í vetur og töpuðu aðeins 1 leik af 20. Við óskum stelpunum til hamingju með þennan frábæra árangur, virkilega gaman að sjá hversu margir efnilegir árgangar eru að …
Þrír Íslandsmeistaratitlar í júdó til Grindavíkur um helgina
Íslandsmótið í júdó í flokki 21 árs og yngri fór fram um helgina og þar áttu Grindvíkingar 11 keppendur. Allir keppendur Grindavíkur komust á verðlaunapall og komu heim með 3 Íslandsmeistaratitla, 4 silfur og 4 brons. Tinna Einarsdóttir náði þeim magnaða árangri að verða Íslandsmeistari í flokki drengja U13 -52 kg. Þá sigraði Adam Latkowski í flokki U15 -34 kg …










