Lokahóf körfuknattleiksdeildar – Jón Axel og Sigrún Sjöfn best

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Lokahóf körfuknattleiksdeildar UMFG var haldið með glæsibrag í Gjánni laugardagskvöldið 30. apríl. Kvöldið var glæsilegt að vanda. Njarðvíkurinn Örvar Þór Kristjánsson var með veislustjórn á sínum höndum og leysti það verkefni af sinni alkunnu snilld. Þá töfraði Bjarni Ólasson, sennilega betur þekktur sem Bíbbinn, fram dýrinds lambasteik sem enginn annar en meistarakokkurinn Geiri skar niður.  Þau Jón Axel Guðmundsson og Sigrún Sjöfn Ámundadóttir voru valin bestu leikmenn ársins en verðlaunahafar þetta tímabilið voru eftirfarandi:

Meistaraflokkur kvenna:

Mestu framfarir: Hrund Skúladóttir
Mikilvægasti leikmaður: Petrúnella Skúladóttir
Besti leikmaður: Sigrún Sjöfn Ámundadóttir

Meistaraflokkur karla:

Mestu framfarir: Kristófer Breki Gylfason
Mikilvægasti leikmaður: Ómar Sævarsson
Besti leikmaður: Jón Axel Guðmundsson.

Boðið var upp á ýmis skemmtiatriði þetta kvöld, en ekkert vakti þó meiri athygli en atriði stjórnarinnar, sem þeir Bjarki Guðmundsson og Gauti Dagbjartsson eru höfundar að. Atriðið má sjá hér að neðan en við birtum það án allrar ábyrgðar!